15. fundur

22.05.2023 14:00

15. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 22. maí 2023 kl. 14:00

Viðstaddir: Borgar Jónsson formaður, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Guðrún Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Kristján Gunnarsson, fulltrúar Félags eldri borgara og Íris Dröfn Björnsdóttir, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Eyjólfur Eysteinsson boðaði forföll og sat Ingibjörg Magnúsdóttir fundinn í hans stað.

Að auki sátu fundinn Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Erindisbréf öldungaráðs Reykjanesbæjar – drög til umsagnar (2023050182)

Forsetanefnd óskar eftir umsögn um drög að erindisbréfi öldungaráðs. Öldungaráð fór yfir erindisbréfið og komu nokkrar athugasemdir fram.

Margréti Arnbjörgu Valsdóttur, teymisstjóra stuðnings- og öldrunarþjónustu, er falið að skrifa umsögn í samræmi við framkomnar athugasemdir.

2. Reglur um félagslega þjónustu (2022010182)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu, gerði grein fyrir endurskoðun á reglum Reykjanesbæjar um heima- og stuðningsþjónustu sem nú er unnið að.

Öldungaráð lýsir ánægju með þær breytingar sem gera á varðandi stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:42.