- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Borgar Jónsson formaður, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, fulltrúar Reykjanesbæjar, Ingibjörg Magnúsdóttir, Kristján B. Gíslason og Kristján Gunnarsson fulltrúar Félags eldri borgara.
Að auki sátu fundinn Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Rúnar V. Arnarson boðaði forföll.
Eyjólfur Eysteinsson boðaði forföll og sat Ingibjörg Magnúsdóttir fundinn í hans stað.
Guðrún Eyjólfsdóttir boðaði forföll og sat Kristján B. Gíslason fundinn í hennar stað.
Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu kynnti tillögur að breytingum á vinnufyrirkomulagi í stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar.
Öldungaráð lýsir stuðningi við tillögurnar.
Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu kynnti hugmyndir um sameiningu dagdvala Reykjanesbæjar.
Öldungaráð telur framkomnar hugmyndir lofa góðu.
Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu fór yfir breytingar sem fyrirhugaðar eru í félagsstarfi aldraðra á vegum þjónustumiðstöðvarinnar á Nesvöllum og óskaði jafnframt eftir hugmyndum frá fulltrúum í öldungaráði um nýjungar í starfinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40.