22. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 7. apríl 2025 kl. 14:00
Viðstaddir: Borgar Jónsson formaður, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Rúnar V. Arnarson fulltrúar Reykjanesbæjar, Guðrún Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Kristján Gunnarsson fulltrúar Félags eldri borgara.
Að auki sátu fundinn Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Kosningaþátttaka eldra fólks (2024010180)
Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður sjálfbærniráðs og Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mættu á fundinn og ræddu kosningamál og kosningaþátttöku eldra fólks. Sjálfbærniráð vinnur að gerð skýrslu um hvernig bæta megi kosningaþátttöku í Reykjanesbæ og var farið yfir ýmsar hugmyndir sem gætu að mati öldungaráðs leitt til bættrar kosningaþátttöku.
2. Húsnæðismál og þjónusta fyrir eldri borgara (2025030346)
Lögð fram tillaga frá Félagi eldri borgara Suðurnesjum varðandi húsnæðismál og þjónustu fyrir eldra fólk.
Kristjáni Gunnarssyni fulltrúa FEBS og Margréti Arnbjörgu Valsdóttur, teymisstjóra öldrunar- og stuðningsþjónustu, er falið að vinna málið áfram.
3. Gott að eldast (2023030494)
Málinu frestað til næsta fundar.
4. Húsnæði fyrir eldra fólk - biðlisti og fjöldi íbúða (2025020341)
Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu, fór yfir stöðu biðlista eldra fólks eftir félagslegu húsnæði í Reykjanesbæ og fjölda íbúða í sveitarfélaginu sem ætlaðar eru eldra fólki.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:05.