23. fundur

13.10.2025 14:00

23. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 13. október 2025 kl. 14:00

Viðstaddir: Borgar Jónsson formaður, Karítas Lára Rafnkelsdóttir fulltrúar Reykjanesbæjar, Guðrún Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Kristján B. Gíslason fulltrúar Félags eldri borgara.

Að auki sátu fundinn Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Rúnar V. Arnarson boðaði forföll.
Kristján Gunnarsson boðaði forföll og sat Kristján B. Gíslason fundinn í hans stað.

1. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Þuríður Ingibjörg Elísdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Nesvöllum, mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi nýtt hjúkrunarheimili á Nesvöllum.

2. Þjónustumiðstöð Nesvöllum - breytingar á eldhúsi Hrafnistu (2023070388)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu, gerði grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á rekstri eldhúss Hrafnistu í þjónustumiðstöðinni að Nesvöllum. Hrafnista hefur ákveðið að draga sig út úr rekstri eldhússins og verður reksturinn boðinn út. Eldhúsið mun áfram framleiða mat fyrir þjónustumiðstöðina og heimsendan mat.

3. Ofbeldi gegn eldra fólki (2025100141)

Borgar Jónsson formaður öldungaráðs lagði til að í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um málefnið í þjóðfélaginu undanfarið standi öldungaráð í samstarfi við öldrunar- og stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar og Félag eldri borgara á Suðurnesjum fyrir fræðslu um ofbeldi gagnvart eldra fólki.

Öldungaráð felur formanni ráðsins og teymisstjóra öldrunar- og stuðningsþjónustu að vinna málið áfram í samstarfi við Félag eldri borgara á Suðurnesjum.

4. Gjaldskrá heima- og stuðningsþjónustu (2025060320)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu, kynnti tillögu að breytingum á gjaldskrá heima- og stuðningsþjónustu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:06.