24. fundur

15.12.2025 15:00

24. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 15. desember 2025 kl. 15:00

Viðstaddir: Borgar Jónsson formaður, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Guðrún Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Kristján Gunnarsson, fulltrúar Félags eldri borgara.

Að auki sátu fundinn Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Sameining dagdvala (2024050055)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu, fór yfir stöðu mála varðandi sameiningu dagdvala Reykjanesbæjar.

2. Þjónustumiðstöð Nesvöllum - rekstur eldhúss (2025120053)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu, sagði frá því að nýr rekstraraðili, Kiwi veitingar ehf., hafi nú tekið við rekstri eldhússins í þjónustumiðstöðinni að Nesvöllum. Eldhúsið framleiðir mat fyrir mötuneytið í þjónustumiðstöðinni og heimsendan mat fyrir skjólstæðinga öldrunar- og stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar. Ákveðið var að stofna samráðshóp öldrunar- og stuðningsþjónustu, Félags eldri borgara á Suðurnesjum og rekstraraðila, sem mun fylgja verkefninu eftir.

3. Ofbeldi gegn eldra fólki - fræðsla (2025100141)

Fræðslufundur um ofbeldi gegn eldra fólki verður haldinn í þjónustumiðstöðinni að Nesvöllum 22. janúar 2026 kl. 13. Erindi flytja Hjördís Garðarsdóttir frá Neyðarlínunni, María Pálsdóttir frá lögreglunni á Suðurnesjum, Inga Dóra Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Suðurhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, auk fulltrúa frá Sýslumanninum á Suðurnesjum. Um er að ræða samstarfsverkefni öldungaráðs Reykjanesbæjar, öldrunar- og stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar og Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

4. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Þuríður Ingibjörg Elísdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Nesvöllum, tók á móti fulltrúum í öldungaráði og sýndi þeim nýja hjúkrunarheimilið að Njarðarvöllum 2 sem verður opnað formlega í janúar 2026. Þar verða 80 hjúkrunarrými, þar af munu 30 hjúkrunarrými flytjast frá Hrafnistu Hlévangi.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10.