3. fundur

28.11.2019 14:30

3. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 28. nóvember 2019 kl. 14:30

Viðstaddir: Þórdís Elín Kristinsdóttir, formaður, Díana Hilmarsdóttir og Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Eyjólfur Eysteinsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Loftur Hlöðver Jónsson, fulltrúar Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Margrét Blöndal, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir, ritari.

1. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu, kynnti stöðu mála varðandi byggingu nýs hjúkrunarheimilis að Nesvöllum.

Fyrirhugað er að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili á Nesvöllum. Hjúkrunarheimilinu Hlévangi verður lokað og munu þau 30 rými sem þar eru flytjast að Nesvöllum þannig að um er að ræða aukningu um 30 rými.

Öldungaráð Reykjanesbæjar fagnar aukningu hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu. Ráðið minnir þó á að nauðsynlegt er að hugsa til framtíðar og að fjöldi hjúkrunarrýma haldist í hendur við fjölgun íbúa.

2. Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar (2019051289)

Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu og Margrét Blöndal, deildarstjóri heimahjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja gerðu grein fyrir verkefninu.

Samstarf og samráð milli heimaþjónustu sveitarfélagsins og heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur aukist til muna og hefur þjónustan að sama skapi verið aukin og bætt.

Öldungaráð þakkar góða kynningu og fagnar þessu skrefi.

3. Fundargerð aðalfundar Öldungaráðs Suðurnesja 26. október 2019 (2019110170)

Fundargerðin lögð fram.

Eyjólfur Eysteinsson, formaður Öldungaráðs Suðurnesja, kynnti starf þess og efni aðalfundarins.

Ráðið þakkar Eyjólfi kynninguna.

Fylgigögn:

Fundargerð aðalfundar Öldungaráðs Suðurnesja 2019


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:35.