- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Þórdís Elín Kristinsdóttir, formaður, Díana Hilmarsdóttir og Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Eyjólfur Eysteinsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Loftur Hlöðver Jónsson, fulltrúar Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Margrét Blöndal, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir, ritari.
Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu, kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili sem verður sambyggt núverandi heimili að Nesvöllum. Samningur milli Reykjanesbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um byggingu hjúkrunarheimilisins var undirritaður 27. febrúar sl. og hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkt að ganga til samninga við Sjómannadagsráð vegna verkumsjónar.
Öldungaráð fagnar því að samningar hafi náðst um byggingu nýs hjúkrunarheimilis.
Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu, fór yfir áhrif COVID-19 á stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með viðbrögð við COVID-19 hjá stuðningsþjónustunni og þakkar starfsfólki fyrir þeirra frábæru störf við erfiðar aðstæður.
Eyjólfur Eysteinsson, fulltrúi Félags eldri borgara á Suðurnesjum, skýrði frá því að Öldungaráð Suðurnesja hafði áformað að boða til opins fundar með heilbrigðisráðherra um stöðu heilbrigðismála á svæðinu í vor. Ráðherra hefur samþykkt að mæta á fundinn en vegna COVID-19 hefur honum verið frestað til haustsins.
Bréf öldungaráðs Suðurnesja til heilbrigðisráðherra
Þórdís Elín Kristinsdóttir, formaður, sagði frá vinnu við gerð samþykktar fyrir öldungaráð Reykjanesbæjar. Drög að samþykkt verða lögð fram á næsta fundi ráðsins.
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerð öldungaráðs Suðurnesja 25. maí 2020
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30.