- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Þórdís Elín Kristinsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir og Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Eyjólfur Eysteinsson og Loftur Hlöðver Jónsson, fulltrúar Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Drög að lýðheilsustefnu lögð fram. Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn eða athugasemdum.
Öldungaráð telur að ekki sé nægilega hugað að málefnum eldri borgara í lýðheilsustefnunni.
Huga þarf að þörfum eldri borgara þegar græn svæði, göngu- og hjólastígar eru skipulögð, t.d. lýsingu, hvíldarbekkjum og að stígar séu sandaðir og/eða saltaðir.
Tryggja þarf aðgang eldri borgara að íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu.
Skoðað verði að koma á hvatagreiðslum fyrir eldri borgara.
Mikilvægt er að hugað sé að því hvernig fræðslu verði komið til eldri borgara.
Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál
Öldungaráð tekur heilshugar undir liði 1 og 2 í tillögunni en telur að aðrir liðir þurfi nánari skýringa við.
Með því að smella hér má skoða þingsályktunartillöguna
Öldungaráð Reykjanesbæjar samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
Fundargerðir lagðar fram.
Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 29. júní 2020
Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 21. september 2020
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:50.