- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsen, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og kynnti niðurstöður íbúakosningar í kjölfar hugmyndasöfnunar á vefnum Betri Reykjanesbær.
Þær hugmyndir sem fengu flest atkvæði voru:
Ævintýralegt leiksvæði í skrúðgarði - (372 atkvæði)
Vatnsholt Reykjanesbæ (Trúðaskógur) - (327 atkvæði)
Strandsvæði í Seylu - (225 atkvæði)
Ærslabelgur og leiktæki í Innri Njarðvík - (218 atkvæði)
Úti-vísindaleiktæki fyrir börn - Ásbrú - (154 atkvæði)
Fótboltagolfvöllur – sumarvöllur - (152 atkvæði)
Unnið er að því að gera endanlegt kostnaðarmat og að því loknu verður tekin endanleg ákvörðun um hvaða hugmyndir verður unnt að framkvæma. Farið verður í framkvæmdir upp að 30 milljónum en verkefni sem ekki ná inn í þann kostnaðarramma þurfa að bíða betri tíma.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða hugmyndir sem kosið var um á vefnum Betri Reykjanesbær
Með því að smella hér má skoða frétt um niðurstöður íbúakosningar á vef Reykjanesbæjar
Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu, mætti á fundinn og kynnti helstu áherslur í menningarstefnu Reykjanesbæjar 2020-2025.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða menningarstefnu Reykjanesbæjar
Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu, mætti á fundinn og kynnti framtíðarsýn Duus safnahúsa.
Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynnti drög að menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030. Fræðsluráð óskar eftir umsögnum frá nefndum og ráðum Reykjanesbæjar um drögin.
Umsögn verður lögð fram á næsta fundi framtíðarnefndar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 24. júní 2021.