- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Íris Ósk Ólafsdóttir formaður, Aneta Grabowska, Guðni Ívar Guðmundsson, Jón Helgason, Þóranna Kristín Jónsdóttir.
Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Jóhann Sævarsson rekstrarfulltrúi hagdeildar mætti á fundinn og kynnti gagnavinnsluverkefni og mælaborð hjá Reykjanesbæ.
Þóranna Kristín Jónsdóttir, B-lista, lagði fram tillögu að kynningaráætlun framtíðarnefndar. Framtíðarnefnd mun vinna málið áfram.
Rætt um íbúalýðræði og hvaða leiðir er hægt að fara til að virkja það, t.d. með hverfaráði, íbúaappi og íbúavefnum Betri Reykjanesbæ. Framtíðarnefnd telur mikilvægt að mótuð verði heildstæð stefna varðandi íbúaþátttöku og -lýðræði og upplýsingagjöf til íbúa og í kjölfarið hvaða verkfæri og leiðir verði hægt að nýta. Nefndin óskar eftir kynningu frá Betra Íslandi og verkefnastjóra markaðsmála.
Drög að aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögð fram. Óskað er eftir umsögn um áætlunina.
Framtíðarnefnd fagnar metnaðarfullri aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Framtíðarnefnd hefur áhyggjur af framkvæmd innleiðingar sökum skorts á fjármagni í málaflokkinn og óskar eftir kynningu frá verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags á því hvernig innleiðingu verði háttað.
Vakin athygli á upptöku af kynningu Fjólu Maríu Ágústsdóttur, breytingastjóra stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um samstarf og tækifæri sveitarfélaga í stafrænni framþróun.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. október 2022.