- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Þóranna Kristín Jónsdóttir varaformaður, Aneta Grabowska, Guðni Ívar Guðmundsson, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir.
Íris Ósk Ólafsdóttir boðaði forföll og sat Hjörtur Magnús Guðbjartsson fundinn í hennar stað. Jón Helgason boðaði forföll og sat Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir fundinn í hans stað.
Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs, Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir og Íris Eysteinsdóttir ritarar.
Nefndin fór saman yfir fræðslu frá UNICEF Akademíunni um barnvænt sveitarfélag. Mikilvægt er að taka mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í öllu starfi sveitarfélagsins og mun framtíðarnefnd gera það vegna vinnu við lýðræðisstefnu.
Nefndin ræddi fyrirhugaða vinnu við íbúalýðræðisstefnu Reykjanesbæjar og undirbúning hennar. Jafnframt var ákveðið að næsti fundur yrði fyrsti vinnufundur fyrir stefnumótunina.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. apríl 2023.