- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Þóranna Kristín Jónsdóttir varaformaður, Aneta Grabowska, Guðni Ívar Guðmundsson, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir.
Íris Ósk Ólafsdóttir boðaði forföll og sat Hjörtur Magnús Guðbjartsson fundinn í hennar stað.
Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Forsetanefnd óskar eftir umsögn um drög að uppfærðu erindisbréfi framtíðarnefndar.
Framtíðarnefnd felur Halldóru G. Jónsdóttur aðstoðarmanni bæjarstjóra að vinna umsögn samkvæmt framkomnum athugasemdum og senda til forsetanefndar.
Bæjarráð óskar eftir umsögn um drög að mannauðsstefnu Reykjanesbæjar 2023.
Framtíðarnefnd lýsir ánægju með mannauðsstefnuna og gerir ekki athugasemdir við hana.
Þóranna Kristín Jónsdóttir varaformaður framtíðarnefndar hélt fyrirlestur um fjórðu iðnbyltinguna og helstu áhrif hennar á samfélagið í Reykjanesbæ. Í kjölfarið voru umræður um stöðuna í Reykjanesbæ, helstu tækifæri og áskoranir.
Vinnu við lýðræðisstefnu er frestað til haustsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. maí 2023