45. fundur

08.11.2023 08:15

45. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. nóvember 2023 kl. 08:15

Viðstödd: Íris Ósk Ólafsdóttir formaður, Aneta Grabowska, Guðni Ívar Guðmundsson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Þóranna Kristín Jónsdóttir.

Að auki sátu fundinn Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Sjálfbærniráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá málið Reykjaneshöfn - áætlun um meðferð og flokkun úrgangs (2023110128). Fjallað var um málið undir dagskrárlið 8.

1. Regluleg stöðugjöf frá sviðsstjórum (2023090351)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og fór yfir hlutverk og starfsemi sviðsins.

Sjálfbærniráð hrósar velferðarsviði fyrir vel unnin og fagleg störf.

2. Lýðræðisstefna Reykjanesbæjar (2023030124)

a. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sérfræðingur í lýðræðismálum á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað og fór yfir innleiðingu á lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.

Sjálfbærniráð telur það sem fram kom í kynningunni mjög áhugavert og gagnlegt. Það er ljóst að vel þarf að vanda til verka við gerð og innleiðingu lýðræðisstefnu og þarf að fá utanaðkomandi aðila til að stýra og halda utan um vinnuna.

b. Verkefnaplan og fjárhagsáætlun

B-lið málsins frestað til næsta fundar.

3. Barna- og ungmennaþing Reykjanesbæjar 19. október 2023 (2023110099)

Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs kynnti umræður af Barna- og ungmennaþingi Reykjanesbæjar sem ráðið stóð fyrir í samstarfi við Fjörheima þann 19. október sl.

Sjálfbærniráð þakkar Silju fyrir greinargóða kynningu. Það er ánægjulegt að sjá hvað ungt fólk hefur mikinn áhuga á samfélagsmálum. Samráð eins og þetta er mikilvægt í tengslum við íbúalýðræði. Ráðið hlakkar til að sjá niðurstöður þingsins.

4. Umfjöllun um fundargerðir ráða (2023110092)

Málinu frestað til næsta fundar.

5. Fjórða iðnbyltingin - stefna Reykjanesbæjar (2023050187)

Þóranna K. Jónsdóttir, fulltrúi B-lista og varaformaður sjálfbærniráðs lagði fram kynninguna „Reykjanesbær og fjórða iðnbyltingin - áhrif, tækifæri, áskoranir, stefnumótun og aðgerðir“. Kynningin er endurgerð á kynningu sem haldin var fyrir sjálfbærniráð á 41. fundi ráðsins þann 10. maí 2023.

Að öðru leyti var málinu frestað til næsta fundar.

Fylgigögn:

Reykjanesbær og fjórða iðnbyltingin - áhrif, tækifæri, áskoranir, stefnumótun og aðgerðir

6. Hlutverk og verkefni sjálfbærniráðs (2022080084)

Þóranna K. Jónsdóttir, fulltrúi B-lista og varaformaður sjálfbærniráðs lagði fram greinargerð um hlutverk og verkefni sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar.

Að öðru leyti var málinu frestað til næsta fundar.

Fylgigögn:

Greinargerð um hlutverk og verkefni sjálfbærniráðs

7. Samræmd flokkun starfsstöðva Reykjanesbæjar (2023110097)

Málinu frestað til næsta fundar..

8. Reykjaneshöfn - áætlun um meðferð og flokkun úrgangs (2023110128)

Atvinnu- og hafnarráð óskar eftir liðsinni sjálfbærniráðs við gerð áætlunar fyrir Reykjaneshöfn um meðferð og flokkun úrgangs.

Málinu frestað til næsta fundar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:32. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. nóvember 2023.