61. fundur

27.05.2025 08:00

61. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 27. maí 2025 kl. 08:00

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Athena Júlía Józefudóttir, Guðni Ívar Guðmundsson, Hafsteinn Hjartarson og Hjörtur Magnús Guðbjartsson.

Að auki sátu fundinn Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Þóranna Kristín Jónsdóttir boðaði forföll og sat Hafsteinn Hjartarson fundinn í hennar stað.

1. Fræðslustefna Reykjanesbæjar 2025-2028 - beiðni um umsögn (2025030588)

Bæjarráð óskar eftir umsögn um drög að fræðslustefnu Reykjanesbæjar 2025-2028.

Sjálfbærniráð lýsir ánægju með fræðslustefnu Reykjanesbæjar. Í stefnunni eru áhugaverðir hlutir eins og starfsþróunarsamtöl og stuðningur við starfsþróun. Sjálfbærniráð leggur áherslu á að gerð verði aðgerðaáætlun í kjölfarið til að fylgja markmiðum stefnunnar eftir.

2. Tómstundastefna Reykjanesbæjar 2025-2028 - beiðni um umsögn (2023050566)

Bæjarráð óskar eftir umsögn um drög að tómstundastefnu Reykjanesbæjar 2025-2028.

Sjálfbærniráð fagnar vel unninni tómstundastefnu. Formanni sjálfbærniráðs er falið að koma athugasemdum ráðsins á framfæri.

3. Lýðræðisstefna Reykjanesbæjar (2023030124)

Rætt var um íbúafundi í sveitarfélaginu og þátttöku íbúa. Sjálfbærniráð mun vinna áfram að gerð lýðræðisstefnunnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:04. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. júní 2025.