- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Athena Júlía Józefudóttir, Guðni Ívar Guðmundsson, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Þóranna Kristín Jónsdóttir.
Að auki sat fundinn Íris Eysteinsdóttir ritari.
Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar fyrir árið 2024 lögð fram. Skýrslan inniheldur ekki mikil hagsmunamál fyrir Reykjanesið en þó má þar finna góða samantekt um gróðurelda á svæðinu í kjölfar eldgosa.
Fylgigögn:
Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar 2024
Á árinu 2024 fjárfesti sjálfbærniráð í sex bekkjum, fimm flokkunarruslatunnum og undirstöðuefni fyrir sex grenndarstöðvar. Sjálfbærniráð ræddi staðsetningar og ákvað staðsetningar á flokkunartunnum sem pantaðar voru. Bekkirnir hafa þegar verið settir við strandlengju bæjarins þó að upphaflega hafi sjálfbærniráð ákveðið aðrar staðsetningar og verður ráðið að lýsa yfir vonbrigðum varðandi samskiptaleysi er varðar ákvarðanir ráðsins og fjármagn.
Sjálfbærniráð hvetur íbúa til að fegra sitt nánasta umhverfi með plokki fyrir Ljósanótt.
Plokk er gott átak vegna umhverfisvinda um Reykjanesið. Hjálpumst öll að við að gera bæinn okkar fínan fyrir bæjarhátíðina okkar og hvetjum fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.
Opið er fyrir umsóknir í verkefnið Twin cities þar sem borgir og sveitarfélög sameinast í 12 mánaða verkefni um ýmsar áherslur í loftslagsmálum. Umsóknarfresti fyrir verkefnið lýkur þann 12. september.
Sjálfbærniráð er sammála um mikilvægi verkefnisins til styrktar auknum áherslum Reykjanesbæjar á loftslagsmál. Formanni og verkefnastjóra sjálfbærnimála falið að senda inn formlega umsókn fyrir hönd Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Spennandi tækifæri fyrir sveitarfélög sem vilja læra um loftslagsmál
Reykjanesbær hefur ásamt öðrum sveitarfélögum, tekið þátt í IceNAP umsóknarferlinu sem er styrkbeiðni um aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsmála. Reykjanesbær hefur skuldbundið sig í umsóknarferlið frá byrjun árs 2024 og tekið virkan þátt í umsóknarferlinu, undirbúningi og vinnustofum verkefnisins í rúmt ár. Nú er staðan sú að vegna lækkunar styrksins og breyttra áherslna, detta öll fimm sveitarfélögin út úr verkefninu en Reykjavíkurborg heldur áfram.
Funda þarf með fulltrúum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi framhaldið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.11. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. september 2025.