64. fundur

24.09.2025 08:15

64. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 24. september 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Guðni Ívar Guðmundsson, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Þóranna Kristín Jónsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Lilja Margeirsdóttir deildarstjóri umhverfismála og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Athena Júlía Józefudóttir boðaði forföll.

1. Sjálfbærnimál og endurheimt votlendis (2025040420)

Bryndís Marteinsdóttir frá Landi og skógi mætti á fundinn og fór yfir helstu tækifæri og áskoranir varðandi vernd og endurheimt votlendis og vistkerfa, landgræðslu og skógrækt í Reykjanesbæ.

2. Sjálfbærnivika á Suðurnesjum 25. september-1. október 2025 (2025030372)

Í lok september verður haldin fyrsta Sjálfbærnivikan á Reykjanesi, en hún hefst á alþjóðlegum fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þann 25. september og stendur til 1. október 2025. Aðstandendur verkefnisins eru hluti af Suðurnesjavettvangi og UNESCO skólum á svæðinu, en markmiðið er að vekja athygli á því sem við getum öll gert til að stuðla að sjálfbærni – í skólastarfi, í daglegu lífi og í atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða frétt um sjálfbærniviku á Suðurnesjum á vef Reykjanesbæjar

3. Kosningaskýrsla sjálfbærniráðs – undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun (2024010180)

Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 16. maí 2026. Í kosningaskýrslu sjálfbærniráðs er fjallað um minnkandi kosningaþátttöku á undanförnum árum og settar fram tillögur sem miða að því að bæta kosningaþátttöku íbúa.

Formaður sjálfbærniráðs lagði fram drög að kostnaðaráætlun fyrir þær tillögur sem fram koma í skýrslunni. Formanni er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð til afgreiðslu.

4. Grenndarstöðvar í Reykjanesbæ (2024040512)

Bæjarráð samþykkti á fundi 18. september sl. breytingar á staðsetningu grenndarstöðva í Reykjanesbæ. Ásýnd og aðgengi verður bætt og flokkað verður í níu flokka.

5. XIV. umhverfisþing – hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál (2025090368)

Málinu frestað til næsta fundar ráðsins.

6. Virkt samtal milli ríkis og sveitarfélaga (2025090369)

Málinu frestað til næsta fundar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:32. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. október 2025.