65. fundur

24.10.2025 08:15

65. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 24. október 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Athena Júlía Józefudóttir, Guðni Ívar Guðmundsson og Sigurrós Antonsdóttir.

Að auki sátu fundinn Bryndís Ólína Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs, Margrét Lilja Margeirsdóttir deildarstjóri umhverfismála og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Hjörtur Magnús Guðbjartsson boðaði forföll og sat Sigurrós Antonsdóttir fundinn í hans stað.
Þóranna Kristín Jónsdóttir boðaði forföll.

1. Kolefnisspor Suðurnesja (2021010385)

Málinu frestað til næsta fundar sjálfbærniráðs.

2. Samskipti við ríki og sveitarfélög (2025090369)

Málinu frestað til næsta fundar sjálfbærniráðs.

3. Samskipti íbúa við Reykjanesbæ (2023030124)

Kristrún Björgvinsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi og Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir gæðastjóri mættu á fundinn. Rætt var um fyrirkomulag samskipta íbúa við Reykjanesbæ í tengslum við gerð lýðræðisstefnu Reykjanesbæjar.

Sjálfbærniráð mun vinna málið áfram.

4. Samræmd flokkun starfsstöðva Reykjanesbæjar (2023110097)

Gerð var könnun á stöðu flokkunar hjá starfsstöðvum Reykjanesbæjar og er ljóst að vinna þarf að því að samræma flokkunina betur.

Sjálfbærniráð felur Önnu Karen Sigurjónsdóttur verkefnastjóra sjálfbærnimála að vinna málið áfram. Ráðið mun fylgja málinu eftir og vinna að framtíðarfyrirkomulagi flokkunarmála hjá Reykjanesbæ.

5. Ledvæðing stofnana Reykjanesbæjar (2025100339)

Farið yfir stöðuna á ledvæðingu stofnana Reykjanesbæjar.

Sjálfbærniráð telur það mikilvægt að haldið verði áfram með ledvæðingu stofnana Reykjanesbæjar, en það hefur sýnt sig að það leiðir til töluverðs sparnaðar til lengri tíma.

6. Framtíð fráveitumála (2024030272)

Aron Heiðar Steinsson veitustjóri mætti á fundinn og kynnti aðgerðaáætlun og framtíðarsýn fráveitumála hjá sveitarfélaginu.

7. Ljósvist í Reykjanesbæ (2025090508)

Málinu frestað til næsta fundar sjálfbærniráðs.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:06. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. nóvember 2025.