66. fundur

05.12.2025 08:15

Fundargerð 66. fundar sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar haldinn að Grænásbraut 910 5. desember 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Þóranna Kristín Jónsdóttir varaformaður, Athena Júlía Józefudóttir, Guðni Ívar Guðmundsson, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi og Stefanía Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður boðaði forföll og sat Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir fundinn í hennar stað.
Bryndís Ólína Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

1. Ljósvistarstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2025090508)

Aron Heiðar Steinsson veitustjóri mætti á fundinn og kynnti ljósvistarstefnu Reykjanesbæjar, en umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögn um stefnuna.

Sjálfbærniráð þakkar greinagóða kynningu og fagnar frumkvæði Arons Heiðars Steinssonar veitustjóra. Ráðið gerir ekki athugasemdir og hvetur bæjarráð til að taka málið áfram.

2. Lýðræðisleg þátttaka innflytjenda (2023030124)

Eydís Rós Ármannsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar mætti á fundinn og Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum, kom inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Þær kynntu verkefnið sem snýr að því að auka lýðræðislega þátttöku innflytjenda.

Sjálfbærniráð þakkar greinargóða kynningu. Ráðið tekur vel í erindið og telur verkefnið vera í samræmi við áherslur í málaflokknum. Mælt er með að Reykjanesbær taki þátt í verkefninu.

Fylgigögn:

Lýðræðisþátttaka innflytjenda - kynning

3. Kolefnisspor Suðurnesja (2021010385)

Sjálfbærniuppgjör Reykjanesbæjar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir árið 2024 lögð fram.

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi fór yfir helstu atriði skýrslunnar og breytingar milli ára.

Fylgigögn:

Sjálfbærniuppgjör Reykjanesbæjar 2024

4. Samræmd flokkun starfsstöðva Reykjanesbæjar (2023110097)

Sjálfbærniráð ítrekar mikilvægi þess að samræmd flokkun verði tekin upp í öllum stofnunum sveitarfélagsins í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs. Ráðið hvetur bæjarstjóra, Kjartan Már Kjartansson, til þess að fylgja málinu eftir með stjórnendum sveitarfélagsins.

5. Umhverfis Ísland – 10 tonn af textíl á dag (2025120054)

„10 tonn af textíl“ er vitundarvakning til að vekja almenning til umhugsunar um magn, gæði og notkun textíls. Markmiðið er fyrst og fremst að hvetja fólk til að kaupa minna og nýta betur þann textíl sem það á. Vitundarvakningin er samstarfsverkefni á vegum Saman gegn sóun og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málinu frestað til næsta fundar sjálfbærniráðs.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:16. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. desember 2025.