- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Athena Júlía Józefudóttir, Guðni Ívar Guðmundsson, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Þóranna Kristín Jónsdóttir.
Að auki sátu fundinn Bryndís Ólína Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir deildarstjóri umhverfismála og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir gæðastjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir formaður yfirkjörstjórnar og Kristrún Björgvinsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi mættu á fundinn og fóru yfir nýtt fyrirkomulag sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ.
Sjálfbærniráð mun rýna fyrirkomulag sveitarstjórnarkosninga á næstu fundum ráðsins ásamt starfsfólki Reykjanesbæjar.
Kosningaþáttaka í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 í Reykjanesbæ var ein sú minnsta sem mælst hefur eða 52%. Mjög mikilvægt er að breyta þessari þróun til hins betra en bæjarstjórn hefur þegar samþykkt að fjölga kjörstöðum úr einum í þrjá.
Kristrún Björgvinsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi mætti á fundinn.
Vitundarvakningin „10 tonn af textíl“ er samstarfsverkefni á vegum Saman gegn sóun og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er ætlað að vekja almenning til umhugsunar um magn, gæði og notkun textíls. Markmiðið er fyrst og fremst að hvetja fólk til að kaupa minna og nýta betur þann textíl sem það á.
Íslendingar losa sig við 10 tonn af textíl á dag, íbúar Reykjanesbæjar losa sig við 10 tonn af textíl á mánuði. Söfnun, flutningur og önnur meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögum afar íþyngjandi og kostnaðarsöm, sérstaklega þegar eftirspurn eftir notuðum fatnaði er lítil. Gæði textíls fara dvínandi og aðeins lítill hluti af textílúrgangi fer í endurnotkun innanlands. Restin er send úr landi í endurnotkun, endurvinnslu eða annan endurnýtingarfarveg, eins og brennslu til orkuframleiðslu.
Sjálfbærniráð ásamt markaðs- og kynningarfulltrúa Reykjanesbæjar munu fara af stað með verkefni sem tengist þessari vitundarvakningu í þeim tilgangi að hvetja íbúa sveitarfélagsins til að bregðast við þessari sístækkandi áskorun. Sjálfbærniráð hvetur íbúa til að kynna sér málið nánar á vef átaksins.
Með því að smella hér má skoða upplýsingar um átakið 10 tonn af textíl
Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir samstarfi við Reykjanesbæ í aðgerð þeirra innan IceNap verkefnisins. IceNap umsóknin snýst um innleiðingu á aðlögunaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Þessu samstarfsverkefni er ætlað að ýta undir íbúaþátttöku og samráð vegna skipulagsmála með áherslu á aðlögun að loftslagsbreytingum. Óskað er eftir undirritun á viljayfirlýsingu hafi sveitarfélagið áhuga á þátttöku.
Sjálfbærniráð samþykkir undirritun viljayfirlýsingar með fyrirvara um umfang verkefnisins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. febrúar 2026.