270. fundur

19.01.2023 16:00

270. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 19. janúar kl. 16:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson Hafnarstjóri.

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir samhljóða að bæta við eftirfarandi máli á dagskrá: Atvinnuþróunarstefna (202001047) og verður fjallað um það mál í dagskrálið 15.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2022010193)

Hafnarstjóri fór yfir óendurskoðaða rekstrarstöðu hafnarinnar fyrstu tólf mánuði ársins.

2. Starfsmannamál Reykjaneshafnar (2023010390)

Hafnarstjóri kynnti samþykkt bæjarráðs frá 1399. fundi ráðsins þann 29. desember sl. um breytt fyrirkomulag varðandi greiðslu fatapeninga til starfsmanna. Einnig kynnti hann breytingar á verkfyrirkomulagi hjá starfsmönnum hafnarinnar en fyrirkomulagið er til reynslu í eitt ár frá og með 1. janúar að telja.

Fylgigögn:

Stefna Reykjanesbæjar um fatapeninga

Tilkynning um breytingu á greiðslum fatapeninga

3. Hafnamannvirki Reykjaneshafnar (2023010399)

Hafnastjóri fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugað uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn

4. Samráðsnefnd um þróun hafnasvæða (2023010392)

Fundargerð 2. fundar Samráðsnefndar um þróun hafnarsvæða frá 12.01.23.

Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð Samráðsnefndar um þróun hafnarsvæða

5. Skipaþjónustuklasi (2023010393)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu verkefnisins Skipaþjónustuklasi en unni hefur verið að undanfarin ár hjá Reykjanesbæ.

Fylgigögn:

Skipaþjónustuklasi

6. Hafnasamband Íslands (2023010394)

Fundargerð 448. fundar stjórnar Hafnasamband Íslands frá 16.12.22.

Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands

7. Aalborg Portland Ísland ehf. (2023010395)

Hafnarstjóri kynnti samkomulag milli Reykjaneshafnar og Aalborg Portland Ísland ehf. varðandi fyrirkomulag á greiðslu vörugjalda á innfluttu sementi um Helguvíkurhöfn árið 2023. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og felur hafnarstjóra að undirrita það.

Samþykkt samhljóða.

8. Skemmtiferðaskip (2023010396)

Hafnarstjóri kynnti stöðuna á vinnu við „leiðarvísis“ fyrir ferðamenn sem unnin er í samstarfi við ACEO út frá niðurstöðum vinnustofu sem haldin var þann 16. nóvember sl. í Hljómahöll. Drög að lokaútgáfu verður væntanleg send til þátttakenda vinnustofunnar á næstu dögum til yfirferðar.

Fylgigögn:

Leiðarvísir

9. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)

Farið var yfir stöðu mála er varðar þrotabúið.

10. SAR - Samtök atvinnurekenda á Reykjarnesi (2022040594)

Yfirlit dags. 13.12.22 frá formanni SAR Guðmundi Péturssyni um starfsemi félagsins 2022.

Lagt fram til kynningar.

11. Markaðsstefna Reykjanesbæjar 2023-2028 (2021110284)

Tölvupóstur dags. 28.12.22 frá Skjaladeild Reykjanesbæjar fyrir hönd Menningar- og atvinnuráðs þar sem óskað er eftir umsögn um drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar 2023-2028. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjanes fagnar framkominni markaðsstefnu og telur hana góðan grunn til að byggja á í markaðsetningu bæjarins á hinum ýmsu sviðum í framtíðinni.Þó telur stjórnin að stoðir eins og atvinnumál o.fl. njóti ekki nægilegrar áherslu í stefnunni.

Samþykkt samhljóða.

12. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - starfsáætlun (2023010397)

Starfsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023.

Lögð fram til kynningar.

13. Fyrirtækjakönnun landshluta - Suðurnes (2023010398)

Fyrirtækjakönnun landshlutana frá 2021 með hliðsjón af stöðu Suðurnesja.

Lögð fram til kynningar.

14. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2022010197)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

15. Atvinnumálastefna (202001047)

Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar hefur með nýrri skipan í stjórnkerfi Reykjanesbæjar fengið í sína umsjón atvinnumál bæjarins. Til að marka sýn í atvinnumálum bæjarins til framtíðar er nauðsynlegt setja fram stefnu í þeim málum og mun stjórnin hefja þá vinnu strax í febrúar.

Samþykkt samhljóða


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. febrúar 2023.