1. fundur

10.08.2023 14:00

1. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. ágúst 2023 kl. 14:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Grétar I. Guðlaugsson, Guðmundur Björnsson, Hólmfríður Árnadóttir, Sigurður Garðarsson.

Að auki sátu fundinn Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, G. Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaformaður bæjarráðs, Harpa Sævarsdóttir varamaður, Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Stjórn Eignasjóðs - kosning formanns (2023080085)

Friðjón Einarsson var kjörinn formaður stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar.

2. Úttekt á umhverfis- og framkvæmdasviði 2022 (2023010375)

Úttekt KPMG á umhverfis- og framkvæmdasviði Reykjanesbæjar lögð fram til kynningar.

3. Erindisbréf stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar (2023050182)

Erindisbréf stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar lagt fram. Samkvæmt afgreiðslu bæjarráðs 27. júlí sl. verða gerðar breytingar á erindisbréfinu þannig að stjórn Eignasjóðs skuli skipuð fimm fulltrúum og einum til vara. Varaformaður bæjarráðs skuli vera varamaður formanns stjórnar. Uppfært erindisbréf fer til afgreiðslu í bæjarstjórn 22. ágúst nk.

4. Eignasjóður Reykjanesbæjar - skipurit og starfsfólk (2023080086)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, lagði fram drög að skipuriti Eignasjóðs Reykjanesbæjar og kynnti starfsfólk eignaumsýslu.

5. Fasteignir í umsjón Eignasjóðs Reykjanesbæjar (2023080090)

Yfirlit fasteigna í umsjón Eignasjóðs Reykjanesbæjar lagt fram.

6. Eignasjóður Reykjanesbæjar - helstu verkefni í gangi (2023080118)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og G. Hans Þórðarson verkefnastjóri fóru yfir helstu verkefni sem eru í gangi núna.

7. Eignasjóður Reykjanesbæjar - verkefni 2024 (2023080119)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og G. Hans Þórðarson verkefnastjóri gerðu grein fyrir verkefnum sem framundan eru á næstu misserum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:53. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. ágúst 2023.