- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Birgir Már Bragason, Grétar I. Guðlaugsson, Guðmundur Björnsson, Sigurður Garðarsson og Harpa Björg Sævarsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Kauptilboð í fasteignina Breiðbraut 645 lagt fram.
Stjórn Eignasjóðs tekur undir afgreiðslu bæjarráðs á 1511. fundi að hafna tilboði sem barst í fasteignina.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti tilboð frá Einingaverksmiðjunni í forsteyptar einingar vegna viðbyggingar við Hljómahöll og fór yfir heildarkostnað verksins samkvæmt tilboðinu. Drög að samningi við Einingaverksmiðjuna lögð fram.
Stjórn Eignasjóðs felur Hreini Ágústi Kristinssyni deildarstjóra eignaumsýslu að vinna áfram í málinu.
Fylgigögn:
Fimleikadeild Keflavíkur hefur óskað eftir aðstöðu í íþróttasal Keilis fyrir iðkendur fimleikadeildarinnar en skortur er á húsnæði þar sem fjöldi iðkenda hefur vaxið síðustu ár. Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir kostnaðaráætlun vegna lagfæringa og breytinga sem nauðsynlegar eru til að fimleikadeildin geti nýtt húsnæðið.
Birgir Már Bragason og Harpa Björg Sævarsdóttir véku af fundi undir þessum lið.
Stjórn Eignasjóðs samþykkir að leggja 6.000.000 kr. úr viðhaldssjóði í verkefnið og felur Hreini Ágústi Kristinssyni deildarstjóra eignaumsýslu að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum. Leggja þarf áherslu á að vinnu við framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ ljúki sem allra fyrst svo hægt sé að tímasetja næstu skref varðandi aðstöðusköpun íþróttafélaganna.
Taka þarf ákvörðun um framhaldið varðandi stækkun framleiðslueldhúss á jarðhæð þjónustumiðstöðvarinnar að Nesvöllum.
Stjórn Eignasjóðs felur Hreini Ágústi Kristinssyni deildarstjóra eignaumsýslu að vinna áfram í málinu.
Tilboð í loftræstibúnað fyrir Grænásbraut 910 liggur fyrir. Nýtt loftræstikerfi er í hluta hússins og nær það eingöngu yfir þrjú skrifstofurými en þar sem fjöldi fólks í skrifstofum er mikill er nauðsynlegt að skoða hvort æskilegt sé að koma fyrir loftræstibúnaði til að bæta loftskipti.
Lagt fram.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu gerði grein fyrir málinu. Velferðarsvið óskaði eftir úttekt á ástandi húsnæðisins að Faxabraut 13 sem framkvæmd var af Verkís. Ekki liggur fyrir hver fyrirhuguð starfsemi í húsinu verður þegar núverandi starfsemi flytur í nýtt húsnæði. Slíkt þarf að liggja fyrir til að geta kostnaðargreint en skýrsla þessi varpar nokkuð vel ljósi á ástand á ytra byrði hússins.
Lagt fram. Stjórn Eignasjóðs felur Hreini Ágústi Kristinssyni deildarstjóra eignaumsýslu að vinna áfram í málinu.
Fylgigögn:
Hlévangur, Faxabraut 13 - ástandsskoðun
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu verks og fjárhag þess.
Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir stöðu verks og fjárhag þess.
Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir stöðu verks og fjárhag þess.
Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir stöðu verks og fjárhag þess.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu verks.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu verks og fjárhag þess.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu verks og fjárhag þess.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu verks og fjárhag þess.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir kostnaðarstöðu fjárfestingarverkefna.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir kostnaðarstöðu viðhaldsverkefna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.13. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. maí 2025.