19. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 10. júní 2025 kl. 14:00
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Birgir Már Bragason, Grétar I. Guðlaugsson, Guðmundur Björnsson, Sigurður Garðarsson og Harpa Björg Sævarsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir starfandi bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Fjárfestingaverkefni 2025 (2024090522)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu fjármagns og forgangsröðun verkefna.
Stjórn Eignasjóðs leggur til að farin verði leið B í forgangsröðun verkefna samkvæmt tillögu deildarstjóra eignaumsýslu.
2. Háaleitisskóli - stækkun og leiksvæði (2024100195)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti erindi frá skólastjóra Háaleitisskóla er varðar viðhald á skólanum og endurnýjun leiksvæðis, ásamt kostnaðaráætlun.
Stjórn Eignasjóðs hafnar erindinu að svo stöddu.
3. Akurskóli - innra skipulag (2025040017)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti tillögur að breytingum á innra skipulagi Akurskóla ásamt kostnaðaráætlun. Skólastjóri Akurskóla lagði til að farið yrði í breytingar á innra skipulagi með það að markmiði að nýta húsnæðið betur og fjarlægja færanlegar kennslustofur af bílastæði skólans.
Stjórn Eignasjóðs hafnar erindinu að svo stöddu. Deildarstjóra eignaumsýslu er falið að vinna verðmat á færanlegum kennslustofum og undirbúa sölu þeirra.
Fylgigögn:
Betri nýting fermetra í Akurskóla
Breyting á innra skipulagi Akurskóla - tillaga
4. Nesvellir 4 - stækkun á framreiðslueldhúsi (2023070388)
Sigurður Garðarsson fór yfir málið.
Lagt fram.
5. Hlévangur, Faxabraut 13 - nýting húsnæðis (2025040182)
Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir að nýta húsnæði að Faxabraut 13, þar sem nú er starfandi hjúkrunarheimilið Hlévangur, fyrir lögbundna þjónustu við börn þegar starfsemi hjúkrunarheimilisins flytur að Nesvöllum.
Stjórn Eignasjóðs felur starfsmönnum eignaumsýslu að skoða málið í samræmi við umræður á fundinum.
Fylgigögn:
Faxabraut 13 - ástandsskoðun
6. Leikskólinn Garðasel (2023100188)
Farið yfir næstu skref varðandi húsnæði leikskólans Garðasels.
Málinu frestað til næsta fundar.
7. Stapaskóli - 3. áfangi (2023030282)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir teikningar og kostnaðaráætlun vegna 3. áfanga, leikskólahluta við Stapaskóla.
Stjórn Eignasjóðs felur deildarstjóra eignaumsýslu að vinna forgangsáætlun varðandi leikskólapláss eftir hverfum Reykjanesbæjar.
8. Hafnargata 2a - Svarta pakkhúsið (2025060128)
Rætt um framtíðarnotkun Svarta pakkhússins, Hafnargötu 2a.
Stjórn Eignasjóðs leggur til að lóðin verði auglýst sem þróunarreitur.
9. Hafnargata 2 - Fischershús (2025060129)
Rætt um framtíðarnotkun Fischershúss, Hafnargötu 2.
Stjórn Eignasjóðs leggur til að húsnæðið og lóðin verði auglýst sem þróunarreitur.
10. Grænásbraut 910 - Skjólið (2023030333)
Velferðarsvið óskar eftir heimild til að nýta núverandi aðstöðu leikskólans Drekadals að Grænásbraut 910 fyrir starfsemi Skjólsins, eftirskólaúrræðis fatlaðra barna, eftir flutning leikskólans Drekadals í nýtt húsnæði sumarið 2025. Bæjarráð vísaði málinu til stjórnar Eignasjóðs til frekari skoðunar.
Stjórn Eignasjóðs felur starfsmönnum eignaumsýslu að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. júní 2025.