20. fundur

21.08.2025 14:00

20. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 21. ágúst 2025 kl. 14:00

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Birgir Már Bragason, Guðmundur Björnsson og Harpa Björg Sævarsdóttir.

Að auki sátu fundinn Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Grétar I. Guðlaugsson og Sigurður Garðarsson boðuðu forföll.

1. Myllubakkaskóli – staða framkvæmda og næstu verk (2021050174)

Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynntu skýrslu OMR verkfræðistofu sem gerð var í samráði við Eignaumsýslu Reykjanesbæjar þar sem farið er yfir stöðu framkvæmda við Myllubakkaskóla og kostnaður verkefnisins endurskoðaður miðað við núverandi stöðu verksins. Einnig voru eftirstöðvar á heildarverkefninu og staðan út árið 2025 skoðað og lögð fram áætlun fyrir næsta fjárhagsár til að ljúka framkvæmdum á þeim tíma sem lagt var upp með.

2. Holtaskóli – staða framkvæmda og næstu verk (2022120120)

Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynntu skýrslu OMR verkfræðistofu sem gerð var í samráði við Eignaumsýslu Reykjanesbæjar þar sem farið er yfir stöðu framkvæmda við Myllubakkaskóla og kostnaður verkefnisins endurskoðaður miðað við núverandi stöðu verksins. Einnig voru eftirstöðvar á heildarverkefninu og staðan út árið 2025 skoðað og lögð fram áætlun fyrir næsta fjárhagsár til að ljúka framkvæmdum á þeim tíma sem lagt var upp með.

3. Gamla búð (2025020331)

Óskað hefur verið eftir að skoðaður verði sá möguleiki að leigja Gömlu búð út. Taka þarf ákvörðun um nýtingu á húsnæðinu en eins og staðan er í dag hefur Reykjanesbær ekki not fyrir húsnæðið eftir að starfsemin sem í því var fluttist í ráðhúsið að Grænásbraut 910.

Stjórn Eignasjóðs samþykkir fyrir sitt leyti að Gamla búð verði auglýst til leigu. Meta þarf umsóknir með tilliti til þess hvaða starfsemi verður í húsinu en mikill áhugi er fyrir því að í húsinu verði starfsemi sem nýtist fyrir íbúa Reykjanesbæjar.

4. Leikskólinn Drekadalur – staða framkvæmda (2022100203)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu framkvæmda við leikskólann Drekadal. Framkvæmdum miðar vel og síðustu vikur hefur verið góð framvinda á verkinu.

5. Nesvellir (2023070388)

Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Eignasjóðs og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi húsnæði þjónustumiðstöðvarinnar að Nesvöllum.

6. Tjarnargata 12 – opnun tilboða (2019050839)

Þann 14. ágúst 2025 voru opnuð tilboð í framkvæmdir í ráðhúsi Reykjanesbæjar. Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir fyrirliggjandi tilboð og mun hann vinna áfram í málinu.

7. Fjárfestingaverkefni 2026 (2025080340)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir óskir um fjárfestingaverkefni fyrir árið 2026. Einnig var kynnt nýtt fyrirkomulag sem eignaumsýslan leggur til að tekið verði upp, sem gefur kost á betra fjármagnseftirliti og betri samvinnu á milli fjármálateymis og eignaumsýslu.

8. Smáhús - lokaskýrsla (2023070008)

Lokaskýrsla starfshóps um undirbúning og framkvæmd við uppbyggingu fyrsta áfanga smáhúsa hjá Reykjanesbæ lögð fram.

Stjórn Eignasjóðs fagnar góðri samantekt um verkefnið.

Fylgigögn:

Lokaskýrsla starfshóps vegna smáhúsa

9. Íbúaþróun (2025080341)

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, kynnti íbúaþróun sveitarfélagsins til tíu ára og fór yfir þá innviðauppbyggingu sem sú þróun kallar á.

10. Lokaskýrslur vegna framkvæmda (2023090468)

Stjórn Eignasjóðs leggur til að gerðar verði lokaskýrslur um öll fjárfestingaverkefni í framtíðinni.

11. Hafnargata 2 og 2a - staða verkefnis (2025060129)

Farið yfir stöðu mála varðandi Fischershúsið að Hafnargötu 2 og Svarta pakkhúsið að Hafnargötu 2a.

Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:38. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. september 2025.