22. fundur

25.11.2025 08:00

22. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 25. nóvember 2025 kl. 08:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Birgir Már Bragason, Guðmundur Björnsson, Sigurður Garðarsson og Harpa Björg Sævarsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Grétar I. Guðlaugsson boðaði forföll.

1. Fjárfestingaáætlun 2026 (2025080340)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir fjárfestingaáætlun eignaumsýslu fyrir árið 2026.

Stjórn eignasjóðs gerir ekki athugasemd við fjárfestingaáætlunina.

2. Viðhaldsáætlun 2026 (2025100210)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir áætlun um viðhald og rekstur fasteigna fyrir árið 2026.

Stjórn eignasjóðs gerir ekki athugasemd við viðhaldsáætlunina.

3. Viðhaldsteymi og endurskipulag eignaumsýslu (2025100212)

Málinu frestað til næsta fundar.

4. Stjórn eignasjóðs - framtíðarskipulag funda (2025010010)

Rætt var um skipulag funda stjórnar eignasjóðs.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. desember 2025.