- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Birgir Már Bragason, Grétar I. Guðlaugsson, Guðmundur Björnsson og Sigurður Garðarsson.
Að auki sátu fundinn Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu fjárfestingarverkefna ársins 2025.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti samantekt á fjárfestingarverkefnum fyrir árið 2026 og fór yfir kostnað og kostnaðarskiptingu ásamt stuttri lýsingu verkefna.
Uppfærð áætlun um skipulag funda fyrir árið 2026 lögð fram.
Starfsmenn eignaumsýslu hafa fundað með menntasviði varðandi fyrirkomulag viðhalds á húsnæði grunnskóla og leikskóla sveitarfélagsins.
Stjórn eignasjóðs felur deildarstjóra eignaumsýslu að vinna áfram í málinu.
Þarfagreining vegna breytinga sem óskað hefur verið eftir að gerðar verði á innra skipulagi Akurskóla lögð fram.
Stjórn eignasjóðs felur deildarstjóra eignaumsýslu að vinna áfram í málinu.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu framkvæmda að Tjarnargötu 12.
Drög að skýrslum um úttekt Knattspyrnusambands Íslands á HS Orkuvellinum og gervigrasvelli við Reykjaneshöll lögð fram. Einnig voru kynnt áform um uppbyggingu á aðstöðu knattspyrnudeildanna sem áætlað er að hefjist í janúar 2026.
Stjórn eignasjóðs óskar eftir að sviðsstjóri menntasviðs geri grein fyrir þeim þörfum sem þarf að uppfylla til þess að hægt sé að nota knattspyrnuvellina fyrir leiki í Bestu deildinni þannig að eignaumsýslan geti kostnaðarmetið þær og komið í framkvæmd.
Formanni stjórnar eignasjóðs og deildarstjóra eignaumsýslu er falið að vinna málið áfram.
Eignaumsýslu og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs var falið að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum eða fyrirtækjum til að hefja starfsemi og notkun á Gömlu búð. Alls sendu 14 einstaklingar/fyrirtæki inn umsóknir og lögðu fram sínar hugmyndir. Málið er í vinnslu.
Stjórn eignasjóðs líst vel á framkomnar hugmyndir en leggur áherslu á mikilvægi þess að ekki komi til kostnaðar umfram áætlun.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:59. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. janúar 2026.