6. fundur

18.01.2024 14:00

6. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 18. janúar 2024, kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðmundur Björnsson, Sigurður Garðarsson og Harpa Björg Sævarsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, G. Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Guðlaugur Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Grétar I. Guðlaugsson og Hólmfríður Árnadóttir boðuðu forföll.

1. Leikskólinn í Hlíðarhverfi (2021120081)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðuna á leikskólanum í Hlíðarhverfi.

Stjórn eignasjóðs samþykkir að fela Hreini Ágústi Kristinssyni og Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.

2. Leikskólinn í Drekadal (2022100203)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðuna á leikskólanum í Drekadal.

Stjórn eignasjóðs leggur áherslu á að verktaki skili inn aðgerðaráætlun og að henni verði fylgt stíft eftir.

3. Skólavegur 1 (2023030581)

Jón Stefán Einarsson arkitekt frá Jees arkitektarstofu mætti á fundinn og fór yfir stöðuna á Skólavegi 1.

Stjórn eignasjóðs samþykkir að fela Hreini Ágústi Kristinssyni deildarstjóri eignaumsýslu að vinna áfram í málinu.

Fylgiskjöl:

Skólavegur 1  - frumdrög

4. Garðasel (2023100188)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnti hugmyndir um möguleg áform um leikskólann Garðasel.

5. Skoðun á framkvæmdum (2022100267)

Erindi frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.