8. fundur

21.03.2024 14:00

8. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. mars 2024, kl. 14:00

Viðstödd: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Grétar I. Guðlaugsson, Guðmundur Björnsson, Harpa Björg Sævarsdóttir, Hólmfríður Árnadóttir og Sigurður Garðarsson.

Að auki sátu fundinn Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Njarðvíkurskóli – viðhaldsframkvæmdir (2023090407)

Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fóru yfir áætlaðar viðhaldsframkvæmdir utanhúss á Njarðvíkurskóla í sumar og kynntu framkvæmdaáætlun, kostnaðaráætlun og niðurrifsáætlun á Björkinni.

Áætlað er að hefja framkvæmdir á fyrsta hluta af klæðningu og útskiptingu á gluggum ásamt niðurrifi á Björkinni. Samhliða framkvæmdum verður grafið upp með austurgafli og kjallaraveggur þéttur.

Stjórn eignasjóðs samþykkir fyrsta áfanga á utanhússframkvæmdum Njarðvíkurskóla ásamt niðurrifi á Björkinni og lagfæringum að innan við austurgaflinn.

2. Leikskólinn Drekadalur – nýframkvæmdir (2022100203)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og stjórnsýslusviðs, fóru yfir stöðu verks og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp á næstunni.

Stjórn eignasjóðs hefur kynnt sér málið og óskar eftir að niðurstöður frá ráðgjöfum verði kynntar fyrir stjórninni þegar þær liggja fyrir.

3. Leikskólinn Asparlaut – nýframkvæmdir (2021120081)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti niðurstöður úr útboði.

Þann 20. mars 2024 voru opnuð tilboð í fullnaðarfrágang á leikskólanum Asparlaut, Skólavegi 54.

Þrjú gild tilboð bárust í verkið frá Tindhögum ehf., Asista verktökum ehf. og Landi og verki ehf.

Stjórn Eignasjóðs felur deildarstjóra eignaumsýslu og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og samþykkir að taka lægsta tilboði í fullnaðarfrágang á leikskólanum Asparlaut með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu úr áreiðanleikakönnun.

4. Myllubakkaskóli – nýframkvæmdir (2021050174)

Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir verkáætlun.

5. Holtaskóli – nýframkvæmdir (2022120120)

Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir verkáætlun.

6. Heiðarsel – nýframkvæmdir (2023090465)

Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir kostnaðaráætlun frá Verkís og skipulag framkvæmdar.

7. Skólavegur 1 – uppfærsluverkefni (2023030581)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu verksins.

8. Garðasel – framtíðaráform (2023100188)

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnti framtíðaráform og framkomna hugmynd fyrir leikskólann Garðasel.

Stjórn eignasjóðs samþykkir áframhaldandi vinnu í þessu máli. Leggja þarf áherslu á þarfagreiningu og kynna niðurstöður síðar fyrir stjórninni.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:14.