160. fundur

11.07.2014 14:51

160. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 10. júlí 2014 að Tjarnargata 12, kl: 17:00

Mætt : Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður,  Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður,  Guðmundur Pétursson aðalmaður,  Una María Unnarsdóttir aðalmaður,  Sigmundur Eyþórsson byggingarfulltrúi, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdarstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.


Formaður setur fundinn, Guðni Jósep Einarsson kosinn varaformaður og Una María Unnarsdóttir ritari.

1. mál 199. og 200. fundargerð samráðsnefndar byggingarfulltrúa (2014010203)
Fundargerðir samráðsnefndar byggingarfulltrúa 199 og 200 lagðar fram.

2. mál  Brekkustígur 22-24 fyrirspurn um viðbyggingu (2014070078)
Ísver ehf. spyrst fyrir hvort leyfð yrði ca. 100 m2 viðbygging við húsið skv. meðfylgjandi teikningum.  Ráðið samþykkir erindið.

3. mál Grænásbraut 10 ósk um stækkun á lóð (2014070079)
Pro parts ehf. óskar eftir stækkun á lóð sinni skv. meðfylgjandi tillögu. Lóðarhafar gera ráð fyrir að hafa opið útivistarsvæði með settjörn og svæðisgróðri á þessari stækkun.

Ráðið óskar eftir nánari upplýsingum um útfærslu á hugmyndinni og framtíðaráætlunum og yfirlýsingu frá landeiganda um vilyrði fyrir stækkun á lóð,

4. mál  Göngu- og hjólaleið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar (2014060350)
Lagt fram meðfylgjandi bréf Vegagerðarinnar dags. 24. júní sl varðandi 50% kostnaðarþátttöku í hjóla- og göngustíg frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna frumathugun.

5. mál Ósk um hraðahindrandi aðgerðir við Hólagötu (2014070075)
Íbúar syðri hluta Hólagötu óska eftir að tekið verði á hraðakstri í götunni með viðeigandi aðgerðum.

Sett hefur verið niður "Börn á leik" skilti.  Umhverfis- og skipulagssviði falið að mæla hraðann í götunni og setja á dagskrá fyrir næsta fund.

6. mál Ósk um hraðahindrandi aðgerðir við Sóltún (2014070072)
Íbúar á Sóltúni óska eftir að fá þrengingu eða annað til að hægja umferð.

Umhverfis- og skipulagssviði falið að setja niður "Börn að leik" skilti og í framhaldi koma með tillögu að hraðahindrandi aðgerðum á næsta fund ráðsins,

7. mál Framkvæmdarstjóri USK fer yfir verkefni sviðsins (2014010200)
Framkvæmdastjóra þökkuð góð kynning á verkefnum sviðsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið.