162. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 10. september 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00.
Mættir : Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Guðmundur Pétursson aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdarstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.
1. Deiliskipulag á Reykjanesi
Deiliskipulag á Reykjanesi (2014090069)
Reykjanesjarðvangur óskar eftir heimild til þess að vinna deiliskipulag á Reykjanesi á því svæði sem Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa á leigu, en það er í nágrenni Valahnjúks og Reykjanesvita. Deiliskipulagið verður unnið í samræmi við gildandi aðalskipulag og í samráði við umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar. Samþykkt.
2. Kynning á óverulegri breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar (2014090070)
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar óskar eftir umsögn/eða ábendingum um óverulega breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar. Breytingin fellst í að afmarkaður er göngu- og hjólastígur innan skipulagssvæðis Keflavíkurflugvallar, frá FLE í átt að Reykjanesbæ. Ráðið gerir ekki athugasemdir.
3. Aðalskipulag Reykjanesbæjar (2014010200)
Framkvæmdarstjóri fer yfir gildandi aðalskipulag
Í samræmi við ákvæði um skyldur skipulagslaga fór framkvæmdarstjóri yfir gildandi skipulag.
4. Endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar Ásbrúarsvæði (2014090126)
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar óskar eftir samstarfi við Reykjanesbæ um endurskoðun á aðalskipulagi á Ásbrú í Reykjanesbæ. Í framhaldi er einnig óskað eftir samstarfi um gerð nýrra deiliskipulagstillagna fyrir þau svæði sem ákjósanleg verða talin til frekari þróunar.
Ráðið tekur vel í samstarf ef af endurskoðun aðalskipulags verður.
5. Almennissamgöngur í Reykjanesbæ (2014080520)
Borist hefur tillaga frá íbúavef Reykjanesbæjar (fleiri en 50 hafa stutt hana) um að breyta leiðakerfi strætó þannig að það liggi nær Danskompaní sem er staðsett á Smiðjuvöllum 5.
Akstur upp á Iðavelli sem viðbót við núverandi leiðakerfi hefur í för með sér mikinn tilkostnað og rask á tímaáætlun. Ekki verður farið í breytingar á leiðakerfinu að svo stöddu.
Ráðið mælir með að tekið verði tillit til tillögunar við næstu endurskoðun leiðakerfisins.
6. Hundagerði í Reykjanesbæ (2014090093)
Borist hefur hugmynd frá íbúavef Reykjanesbæjar (stuðningur a.m.k. 20 íbúar) um að útbúið verði hundagerði með bekkjum og ruslatunnu fyrir hundaeigendur. Bent er á hugsanlega staðsetningu á grasblettinum hjá Fit hostelinu við Fitjabraut
Ráðið þakkar hugmyndina og veltir fyrir sér nokkrum vænlegum stöðum fyrir hundagerði.
7. Tjaldsvæði í Reykjanesbæ (2014010200)
Framkvæmdarstjóri fer yfir tillögur af svæðum.
Framkvæmdarstjóri fór yfir nokkra staði sem koma til greina fyrir tjaldsvæði.
8. Tillaga um lækkun gatnagerðagjalda. (2014010200)
Mál áður á dagskrá ráðsins þann 11. des. 2013
Umhverfis- og skipulagsráð leggur til að á árinu 2015 verði gjaldskrá gatnagerðargjalda í Reykjanesbæ lækkuð tímabundið um 30%. Lækkun gjaldanna gæti orðið til þess að örva byggingaframkvæmdar í Reykjanesbæ á nýjan leik.
Lækkunin gildi tímabundið á árinu 2015 en þá taki fyrri gjaldskrá gildi að nýju nema annað verði ákveðið. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir tillöguna samhljóða og vísar henni til umfjöllunar bæjarráðs samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2015.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2014.
Bæjarstjórn samþykkir 11-0 að vísa 8. máli til bæjarráðs. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.