13.11.2014 10:43

164. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 12. nóvember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00.

Mættir : Eysteinn Eyjólfsson formaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Erlingur Bjarnason varamaður, Einar Júlíusson byggingarfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdarstjóri, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.

1. 205. fundur samráðsnefndar byggingarfulltrúa (2014010203)
Fundargerðin lögð fram.

2. Bláar ruslatunnur og meiri endurvinnsla (2014100213)
Borist hefur hugmynd frá íbúum gegnum íbúavef Reykjanesbæjar (20 íbúar eða fleiri) um meira aðgengi að endurvinnslu.T.d. að geta komið með gróðurúrgang og fengið mold/moltu í staðinn. Gámasvæði sem maður getur hent eða skilað af sér gömlum fatnaði, húsgögnum o.fl. gjaldfrjálst.  Hlutum sem eru endurnýtanlegir.

Ráðið þakkar áhugaverða hugmynd sem mun nýtast USK í stefnumótum í umhverfismálum. íbúum stendur til boða græn tunna á eigin kostnað auk þess sem Reykjanesbær hefur staðið fyrir moltugerð sl. 3 ár sem íbúum hefur staðið til boða sér að kostnaðarlausu. Kalka býður upp á gáma fyrir endurnýtanleg húsgögn og eru fatagámar við Rauðakross húsið á Iðavöllum.

3. Undirgöng eða strætó hring að Bónus frá Ásbrú (2014100212)
Borist hefur hugmynd frá íbúum gegnum íbúavef Reykjanesbæjar (20 íbúar eða fleiri) varðandi að fá smá breytingu á strætó ferðum frá Ásbrú og í Bónus vegna slysahættu við að labba yfir Reykjanesbrautina eða setja önnur undirgöng Fitja megin.

Ráðið vísar strætóhlutanum af tillögunni til endurskoðunar leiðarkerfisins.
Ráðið tekur undir mikilvægi þess að tryggt verði öryggi gangandi og hjólandi vegfaranda milli íbúasvæðis og þjónustukjarna með undirgöngum. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir við Vegagerðina.

4. Faxabraut - hraðakstur ( )
Ábending frá íbúa við Faxabraut um hraðan akstur á efri hluta götunnar og ósk um að tekið verði til skoðunar að setja hraðahindrun eða einhverja þrengingu þar.

Ráðið felur USK sviði að fara í hraðahindrandi aðgerðir.

5. Siðareglur kjörinna fulltrúa í USK ráði (2014100176)
Nefndarmenn skrifa undir siðareglurnar.

6. Skiltareglugerð (2014010200)
Málinu frestað.

7. Aðgengismál í Reykjanesbæ (2014010200)
Framkvæmdarstjóri fór yfir eftirfarandi: úttektaskýrslu um bætt aðgengi frá 2008, skýrslu frá Aðgengi ehf. frá september 2013, og stöðu aðgerðaáætlunar.  Sjá fskj. 1.

8. Framnesvegur 11 (2014100164)
Máli frestað á síðasta fundi ráðsins
Gerðar ll ehf. óska eftir heimild til að gera deiliskipulag á lóðinni Framnesvegi 11.

Una María vék af fundi undir þessum lið.
Ráðið samþykkir heimild  til deiluskipulagsvinnu við Framnesveg 11. Tillagan skal vera í  samræmi við byggðarmynstur og nær umhverfi og unnin í samráði við USK svið. Drög að tillögunni verði lögð fram fyrir USK ráð til umfjöllunar.

9. Skipan í Menningarminjanefnd SSS (2014010200)
Ráðið skipar Eystein Eyjólfsson og Erling Bjarnason til vara.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. nóvember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.