165. fundur

11.12.2014 10:35

165. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 10. desember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:15

Mættir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Grétar Guðlaugsson varamaður,  Arnar Ingi Tryggvason varamaður, Einar Júlíusson byggingarfulltrúi, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdastjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.

1. Fundargerðir samráðsnefndar byggingarfulltrúa 206 og 207 (2014010203)
Fundargerðirnar lagðar fram.

2. Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024, breyting á verslunar- og þjónustusvæði VÞ5 sunnan Fitja- aukið byggingarmagn (2014020135)
Breyting á aðalskipulagi felst í að auka leyfilegt byggingarmagn á svæði VÞ5 sunnan Fitja og hækka nýtingarhlutfall á svæðinu. Áður hefur verið gerð breyting á VÞ5 sem heimilar uppbyggingu netþjónabúa og gagnavera, og að uppbyggingartímabil geti hafist 2013 í stað 2015. Breytingin var auglýst frá 29.október til 10.desember 2014 og engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að senda til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

3. Deiliskipulagstillaga sunnan Fitja, Vogshóll - sjónarhóll (2010120018)
Deiliskipulagssvæðið er um 32,3 ha, sunnan Fitja (Patterson svæði) og er skipulagt undir gagnaver, verslun og þjónustu. Svæðið afmarkast af reit VÞ5 í Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024 sem skilgreindur er sem verslunar- og þjónustusvæði. Á svæðinu er gert ráð fyrir starfssemi sem tengist rannsóknum, þróun m.a. í tengslum við nýtingu orku, netþjónabúum og gagnaverum og er í samræmi við breytingu Aðalskipulags sem auglýst er samhliða deiliskipulagstillögunni. Tillagan var auglýst frá 29.október til 10.desember 2014 og engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að senda til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

4. Grenndarkynning Sjávargata 6 (slippur), gistiheimili, athugasemdir (2013110257)
Bréf skipasmíðastöðvar Njarðvíkur varðandi breytingu á húsnæði hennar við Sjávargötu 6 í gistiheimili var tekið fyrir í USK-ráði 11. des 2013 og samþykkt að senda málið í grenndarkynningu, sem nú er lokið við. Athugasemdir bárust frá tveim húseigendum (sjá fylgiskjal) varðandi meira ónæði vegna umferðar og aukningu á bílastæðum út að plötusmiðju.

Athugasemdir bárust frá íbúum við Borgarveg, sem tengist ekki Sjávargötu. Því breytist ekki umferð þar. Varðandi annað ónæði þá eru húsin í 50-100m fjarlægð frá Sjávargötu 6 og ætti því ónæði frá gangandi umferð að vera í lágmarki. Samþykkt að fækka bílastæðum um helming meðfram Sjávargötu þannig að þau verði aðeins meðfram skrifstofubyggingunni og ef þörf er á fleiri stæðum verði þeim fundinn staður á baklóð hússins. Erindið samþykkt að öðru leiti, en sækja þarf um byggingarleyfi hjá Byggingarfulltrúa með tilheyrandi fylgigögnum.

5. Fundargerð frá Svæðisskipulag Suðurnesja (2012110223)
Fundargerðin lögð fram.

6. Bakkavegur 17 ósk um heimild til að gera skipulagsbreytingu (2014080054)
Hótel Berg ehf. óskar heimildar til að gera tillögu að breytingu deiliskipulags á lóðum sínum Bakkavegi 17 og 19, á sinn kostnað.

Samþykkt að veita leyfi til að vinna deiliskipulag í samvinnu við Umhverfis- og skipulagssvið.

7. Samþykkt um afgreiðslu mála og erinda sem berast umhverfis- og skipulagssviði. (2014120100)
Samþykktin er hluti að innleiðingu stjórnkerfi (gæðastjórnunarkerfis) byggingarfulltrúa sem tekin verður í notkun 1. jan 2015

USK ráð samþykkir og fagnar aukinni formfestu í skjalastjórnun og afgreiðslu erinda til sviðsins.

8. Fjárhagsáætlun USK  (2014120094)
Farið yfir fjárhagsáætlun á USK sviði.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. desember 2014.
Sérstaklega er tekið fyrir 2. og 3. mál og það samþykkt 11-0.  Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.