14.01.2015 00:00

166. fundur Umhverfis- og Skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 14. janúar 2015 að Tjarnargata 12, kl: 17:00

Mættir : Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Grétar Ingólfur Guðlaugsson varamaður , Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdastjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.

1. 208. fundur afgreiðslufundar byggingafulltrúa (2014010203)
Fundargerðin lögð fram.

2. Umsókn um breytt skipulag á Mardal 8-14  (2015010224)
M. Sævar Pétursson óskar eftir áliti Umhverfis- og Skipulagsráðs, f.h. viðskiptavinar, á því hvort fengist leyfi til að breyta raðhúsunum í Mardal 8-14 í tvær sjálfstæðar íbúðir, efri og neðri hæð.

Ráðið tekur vel í erindið og samþykkir að breytingarnar verið sendar í grenndarkynningu þegar þar að kemur.

3. Kynning á drögum tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og deiliskipulags vegna athafnasvæðis við Vogavík (2014120090)
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir umsögn um breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Vogavík. Breytingin er vegna áforma um skrifstofubyggingu, rannsóknastofu og stækkun fiskeldis við Vogavík.

Ráðið gerir engar athugasemdir.

4. Erindi frá Reykjanesjarðvangi- deiliskipulag Reykjanes - Lýsing (2014090069)
Lögð fram drög af lýsingu skipulagsverkefnisins dags. janúar 2015

USK-ráð gerir ekki athugasemdir við lýsinguna á þessu stigi og samþykkt að senda hana til umsagnar  eigenda fasteigna innan deiliskipulagmarka, Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Ferðamálastofu, Grindavíkurbæjar, Samgöngustofu og Ferðamálasamtaka Reykjaness. Einnig samþykkt að auglýsa kynningu fyrir almenning.

5. Matslýsing vegna kerfisáætlunar 2014-2025 frá Landsnet (2015010225)
Landsnet leggur fram matslýsingu vegna kerfisáætlunar 2015-2024 og gagnaöflun. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til 30. janúar 2015.

Ráðið gerir ekki athugasemdir við matslýsinguna.

6. Tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 til kynningar (2014080172)
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026.Frestur til að koma með athugasemdir er til 13.febrúar 2015.

Lagt fram til kynningar.

7. Fitjalína 2, umsókn um framkvæmdaleyfi (2015010227)
Landsnet fyrirhugar að leggja 132kV jarðstreng frá Fitjum að nýju tengivirki í Helguvík. Lagnalega er samkvæmt aðal og deiliskipulagi.

Ráðið samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Fitjalínu 2.

8. Greniteigur 53 - umsókn um að setja upp auglýsingarskjá, umsögn frá Lögreglu (2014090337)
Umsögn frá Lögreglu við umsókn um að setja upp auglýsingaskjá á gaflinn á Greniteig 53

Ráið hafnar erindinu á grundvelli umferðaröryggis, sjá meðfylgjandi umsögn lögreglu.

9. Deiliskipulag Grófin-Berg-breyting (2014010207)
Hótel Berg ehf. leggur fram skipulagsbreytingu á deiliskipulagi Grófar og Bergs. Breytingin fellst í sameiningu lóðanna Bakkavegs 17 og 19 og stækkun hótels inn á lóð nr. 19.

Ráðið samþykkir að senda deiluskipulagið í auglýsingu enda sé það í samræmi við gildandi aðalskipulag.

10. Stækkun á byggingarreit Valhallarbraut 869, Verne Holding (2015010234)

Ráðið samþykkir erindið þar sem um minniháttar breytingu á deiliskipulagi er að ræða.

11. Deiliskipulag Helguvík, breyting (2014080123)
Lögð fram breytingatillaga af deiliskipulagi Helguvíkur ásamt umhverfisskýrslu. Breytingin fellst í sameiningu lóða vegna byggingar kísilvers.

Formaður leggur til að málinu verið frestað til aukafundar USK-ráðs 28. janúar. Á þeim fundi fari fulltrúar frá Verkfræðistofu Suðurnesja yfir greinargerð deiliskipulagsins og umhverfisskýrslu, fulltrúar Verkfræðiskrifstofunnar Vatnaskila fari yfir loftdreifireikning og samlegðarumhverfisáhrif miðað við álver og tvö kísilver í Helguvík skoðuð.

Samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans.

Fulltrúar minnihlutans telja ekki ástæðu til að fresta því að setja deiliskipulagið í auglýsingu.

12. Erindi frá Radíóamatörum (2015010235)
Benedikt Sveinsson óskar eftir aðstöðu fyrir loftnetsmastur og 10-15m2 hús þar við.

Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.

13. Stöðuskýrsla framkvæmdastjóra (2015010113)

Ráðið þakkar greinagóða kynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________________________________________________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. janúar 2015