167. fundur

06.02.2015 10:08

167. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 28. janúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00

Mættir : Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson aðalmaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdastjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.


1. 11 mál Umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. janúar sl -  Deiliskipulag Helguvík, breyting  (2014080123)
Aðilar frá Verkfræðistofu Suðurnesja, Mannvit og Verkfræðistofunni Vatnaskil mættu á fundinn.

Málinu frestað. Mikilvægt er að álit Skipulagsstofnunar og athugun óháðs aðila á samlegðarumhverfisáhrifum álvers og tveggja kísilvera í Helguvík liggi fyrir áður en breytingar á deiliskipulaginu í Helguvík verði sett í auglýsingar- og kynningarferli svo bæjarbúum gefist tækifæri til þess að kynna sér niðurstöðurnar og koma athugasemdum á framfæri áður en umsagnarfrestur deiliskipulagstillögunnar rennur út.
Ráðið þakkar fulltrúum frá verkfræðistofunum góða kynningu og greinagóð svör.

2. Andmæli og athugasemdir og frá lögfræðistofunni Sókn (2014080123)
Lagt fram til kynningar.

3. Siðareglur kjörinna fulltrúa í USK ráði (2014100176)
Allir nefndarmann skrifuðu undir siðareglurnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. febrúar 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.