09.04.2015 11:20

170. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 8. apríl 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00

Mættir : Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson aðalmaður, Arnar Ingvi Tryggvason varamaður, Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdastjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.


1. Masterplan Keflavíkurflugvallar (2015040003)
Pálmi Randversson frá Isavia kynnti Masterplan Keflavíkurflugvallar.  Ráðið þakkar góða kynningu. 

2. Aðalskipulag Reykjanesbæjar (2015020120)
Framkvæmdastjóra falið að boða ráðgjafa á næsta fund ráðsins.

3. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses (2015030107)
Lögð fram.

4. 211. afgreiðslufundur byggingafulltrúa (2015020156)
Lögð fram.

5. Framtíðarsýn Reykjanesbæjar (2015010113)
Framkvæmdarstjóri kynnir stöðu mála í framtíðarsýn þ.á.m stöðu mála á Hafnargötu

Framkvæmdastjóra falið að koma með kostnaðargreiningu á framkomnum hugmyndum um fegrun  Hafnargötunnar á næsta fund ráðsins.

6. Deiliskipulag í Helguvík (2014080123)
Framkvæmdastjóri hefur óskað eftir því við Umhverfisstofnun að haldinn verði opinn kynningarfundur vegna Kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík áður en auglýsingafrestur deiliskipulagsbreytingar rennur út.  Umhverfisstofnun tók vel í erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. apríl 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.