15.05.2015 14:04

171. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 13. maí 2015
að Tjarnargötu 12, kl. 17:00.

Mættir: Eysteinn Eyjólfsson, formaður, Guðni Jósep Einarsson, aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir, aðalmaður, Una María Unnarsdóttir, aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson, aðalmaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, ritar fundargerð.

1. Endurskoðun á aðalskipulagi Reykjanesbæjar (2015020120)
Ráðið þakkar Stefáni Thors fyrir góða kynningu. Framkvæmdarstjóra og formanni falið að senda erindi um þátttöku í kostnaði við endurskoðun aðalskipulags til skipulagsstofnunar.

2. Túngata 1, fyrirspurn um matvöruverslun (2015050093)
Stakfell, fasteignasala spyrst fyrir hvort leyfður yrði rekstur matvöruverslunar í húsnæðinu að Túngötu 1 (Félagsbíó).
Samkvæmt deiliskipulagi er þetta miðbæjarsvæði og hefur áður verið matvöruverslun í húsinu svo USK-ráð tekur vel í þetta erindi. Samræma þarf aðalskipulag miðað við deiliskipulagið en stefnt er að því í endurskoðun aðalskipulags.

3. Umsókn um að setja upp skilti  við Reykjanesbraut við Fitjar (2015050094)
USK ráð tekur vel í erindið en skiltið þarf að vera í samræmi við skiltareglugerð Reykjanesbæjar og vinna þarf að uppsetningu í samráði við Vegagerðina.

4. Umsóknir um lóðirnar Þrastartjörn 23-36 og 38-48 (2015050095)
Sæfaxi ehf. sækir um lóðirnar Þrastatjörn 23-36 og Þrastatjörn 38-48
Samþykkt.

5. Endurskoðun Svæðisskipulagi Suðurnesja (2015020321)
Ráðið tekur undir að endurskoða þurfi Svæðisskipulagið með færslu á vatnsupptökusvæði frá Lágum og austur fyrir Grindavíkurveg. Samhliða því þyrfti að endurskoða vatnsverndarsvæði á Patterson.

6. Fundargerð Svæðaskipulag Suðurnesja frá 22. apríl (2015020131)
Lagt fram.

7. Hafnargatan (2015010113)
Framkvæmdastjóri fór yfir hugmyndir um fegrun Hafnargötunnar.

8. Deiliskipulag Helguvík, breyting, umsagnir og athugasemdir (2014080123)
Lögð fram breytingatillaga af deiliskipulagi Helguvíkur ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu. Uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærð eins og hægt er skv. umsögnum Skipulags- og Umhverfisstofnunar sem hér eru meðfylgjandi ásamt umsögn Minjastofnunar, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna. Sveitafélagið Garður og Sandgerðisbær skiluðu ekki umsögn. Haldinn var fjölmennur íbúafundur þar sem farið var yfir deiliskipulagið, vöktun á mengandi iðnaði, loftdreifireikninga, hlutverk umhverfisstofnunar og fyrirspurnum svarað. Tillagan var auglýst frá 19. mars til 8. maí 2015 og bárust 287 athugasemdir frá einstaklingum sem eru nánast samhljóma í megindráttum.  Áhyggjur sem snúa að því að breytingar á deiliskipulagi til að heimila byggingu kísilvers séu mjög líklegar til að loftmengun aukist til muna og hafi neikvæð áhrif á bæði dýr og menn. Aðrar athugasemdir sem bárust eru frá eftirfarandi aðilum.

1.B: Hestamannafélagið Máni
1.C: Atlandic Green Chemicals, AGC ehf.
1.D: United Silicon (USi)/ Stakksbraut 9
1.E: Ester Marit Arnbjarnardóttir, Fida Abu Libdeh og Fe Arnor Parel
Guðmundsson,orku og umhverfistæknifræðingar
1.F: Fiskiðjan vegna Þrætulands
1.G: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE)
1.H: Ellert Grétarsson

Mikilvægt er vanda sérstaklega ákvarðanir í meiriháttar skipulagsmálum þar sem verið er að taka óafturkræfar ákvarðanir. USK hefur lagt höfuðáherslu á að allar upplýsingar lægju fyrir svo bæjarbúar gætu kynnt sér málið og þeim gæfist svigrúm til að koma áliti sínu og athugasemdum á framfæri. Mikill fjöldi athugasemda og umsagna bárust við tillöguna sem hafa vakið spurningar sem sumum er enn ósvarað. Því teljum við rétt að fresta málinu til aukafundar USK þann 27. maí 2015.

Eysteinn Eyjólfsson, Guðni Einarsson og Una María Unnarsdóttir

Fulltrúar minnihlutans telja ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu deiliskipulagsins.

Magnea Guðmundsdóttir og Jóhann Snorri Sigurbergsson

Samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans að fresta málinu til aukafundar þann 27. maí 2015, minnihlutinn greiðir atkvæði á móti.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. maí 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.