174. fundur Umhverfis- og Skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn 12. ágúst 2015 að Tjarnargötu 12 kl: 17:00.
Mætt : Eysteinn Eyjólfsson formaður, Magnea Guðmundsdóttir, Una María Unnarsdóttir, Grétar Guðlaugsson, Þórður Karlsson, Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.
1. 213. og 214. fundargerðir samráðsnefndar byggingafulltrúa (2015020156)
Fundargerðirnar lagðar fram.
2. Laufdalur 41 - 47 - ósk um breytingu á byggingaleyfi (2015080025)
Umbót sf óskar eftir að því að fella út bílskúra og fjölga íbúðum með bílskúrum í 7 íbúðir án bílskúra sk. meðfylgjandi gögnum. Húsið verður með valmaþaki og í svipuðum stíl og önnur hús við götuna.
Hér er ekki um að ræða breytingu á heildarstærð eða hæð og samþykkist þetta því sem minni háttar deiliskipulagsbreyting með vísan í grein 44.3 í skipulagslögum þar sem segir m.a. „Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskilda framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og/eða umsækjanda."
3. Bergvegur 16 - Lóðarstækkun (2015080026)
Berg Framtíð Bergveigi 16 óskar eftir lóðastækkun til suðurs eins og meðfylgjandi uppdráttur sýnir. Við stækkunina þarf að færa lóðirnar Bergvegur 23 og 25 um 5 metra til suðurs.
Hér er um minniháttar breytingu að ræða og samþykkist þetta því sem minni háttar deiliskipulagsbreyting með vísan í grein 44.3 í skipulagslögum þar sem segir m.a. „Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskilda framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og/eða umsækjanda."
4. Kynning á drögum að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023 Landsnet (2014050428)
Lagt fram til kynningar.
5. Erindi frá Tómasi Beck varðandi reglur um hávaðavarnir á Keflavíkurflugvelli (2015070294)
Óskað er eftir að Reykjanesbær eða viðeigandi nefnd fyrir hönd sveitafélagsins árétti það að farið sé eftir reglum um hávaðavarnir á Keflavíkurflugvelli við Samgöngustofu og ISAVIA.
Ráðið þakkar gagnlegar ábendingar og felur sviðstjóra að koma ábendingunum á framfæri við viðkomandi aðila.
6. Vöktunaráætlun United Silicon (2015080028)
Meðfylgjandi er vöktunaráætlun United Silicon hf, sem skv. starfsleyfi skal berast Reykjanesbæ og Heilbrigðisnefnd Suðurnesja til umsagnar. Áætlunin hefur þegar borist Umhverfisstofnun.
Umhverfis- og skipulagsráðs leggur ríka áherslu á að vöktunaráætlunin sé í samráði við vöktunarkafla umhverfisskýrslu deiliskipulags í Helguvík kafla 7.0
Ráðið telur einnig mikilvægt að fyrirtækið taki þátt í sameiginlegri vöktun á svæðinu þegar önnur starfsemi hefst.
Ráði leggur áherslu á að vöktun svæðisins byggi á niðurstöðum fastra mælistöðvar en ekki færanlegrar og að óháður aðili annist mælingarnar.
7. Norðurljósaturnar (2015070090)
Erindi frá bæjarráði – tillaga að staðsetningu.
Sviðstjóra falið að vinna málið áfram.
8. „Drive inn“ Ásbrú (2015080071)
Ráðið tekur jákvætt í erindið.
9. Umhverfisbætur í Gróf (2012100500)
Sviðsstjóri fór yfir tillögur af umhverfisbótum í Gróf, ákveðið að tyrfa svæðið í haust.
10. Fundargerð 19. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. (2015030107)
Fundargerðin lögð fram.
11. Skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar (2015080146)
Sviðstjóra falið að koma athugasemdum til Isavia.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. ágúst 2015.