175. fundur

09.09.2015 00:00

175. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn 9. september 2015 að Tjarnargötu 12 kl: 17:00.

Mætt: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson aðalmaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.

1. 215. fundargerð samráðsnefndar byggingarfulltrúa (2015020156)
Sigmundur Eyþórsson kom á fundinn undir þessum lið. Fundargerðin lögð fram

2. Kirkjuvogur 13, Höfnum – Grenndarkynning - Fyrirspurn (2015090124)
Árni Hinrik Hjartarson Réttarvegi 9, Höfnum óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum varðandi áætlaða stækkun húsanna að Kirkjuvogi 13.
Skipulagsfulltrúa falið að svara fyrirspurninni.

3. Kynning á drögum að tillögu um aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030 (2015080295).
Skipulagsyfirvöld Keflavíkurflugvallar-Isavia ohf, Landhelgisgæsla Íslands og Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hafa unnið að endurskoðun aðalskipulags Keflavíkurflugvallar og óska eftir að fá umsagnir og/eða ábendingar við drög að aðalskipulagi eigi síðar en 21. september n.k.
Sviðstjóra og skipulagsfulltrúa falið að koma ábendingum Reykjanesbæjar til Isavia.

4. Aðalfundur Reykjanes jarðvangs ses. 18. september 2015 (2015080441)
Lagt fram.

5. Íbúaþing um Skipulags- og samgöngumál  (2015010113)
Laugardaginn 19. september stendur Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar fyrir íbúaþingi um Skipulags- og samgöngumál í Merkinesi sal Hljómahallar. Þingið hefst kl. 14 og lýkur kl. 16. Farið verður yfir forsendur breytingar á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar en vinna við endurskoðun þess er að hefjast.  Einnig verður farið yfir samgöngumál m.a. almenningssamgöngur.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. september 2015.