177. fundur

11.11.2015 00:00

177. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn 11. nóvember 2015 að Tjarnargötu 12 kl. 17:00.

Mætt: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Grétar Guðlaugsson varamaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar (2015020120)
Stefán Thors frá VSÓ fer yfir stöðu málsins og næstu skref.

Stefnt er að því að leggja fram skipulags- og matslýsingu endurskoðunar aðalskipulags á fundi ráðsins í desember.

2. Fjárhagsáætlun 2016, yfirferð (2015010113)

Guðlaugur H. Sigurjónsson fór yfir stöðu á fjárhagsáætlunargerð umhverfissviðs 2016.

3. Kirkjuvogur 13, Höfnum, framkvæmdaleyfi vegna borunar jarðsjávarhola (2015110094)
Stofnfiskur ehf. óskar leyfis til að bora tvær jarðsjávarholur á lóð sinni Kirkjuvogi 13 skv. meðfylgjandi gögnum

Framkvæmdaleyfi er samþykkt með þeim skilyrðum að borun fari fram á reglulegum dagvinnutíma en ekki um helgar vegna nálægðar við íbúabyggð.

4. Grundarvegur 23, breyting á götuheiti. (2015110096)
Rent fasteignir ehf. óska eftir að Grundarvegi 23 verði breytt í Reykjanesveg 40 vegna breyttra aðstæðna. Eftir að Grundarvegi var lokað milli nr. 21 og 23 þá er aðkoma að nr. 23 alfarið frá Reykjanesvegi.

Samþykkt að breyta skráningu Grundarvegs 23 í Reykjanesveg 40.

5. Grindavíkurbær, ósk um umsögn vegna endurskoðunar aðalskipulags. (2015100439)
Grindavíkurbær óskar eftir umsögn um meðfylgjandi skipulags-og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Grindavíkur 2010 - 2030. Óskað er eftir því að umsagnir berist fyrir 20. nóvember nk.

Ráðið gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna.

6. Orkufjarskipti, lögn ljósleiðararöra frá Ísal að aðveitustöðinni að Fitjum. (2015110098)
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna ofangreindrar framkvæmdar sem lýst er í meðfylgjandi gögnum.

Framkvæmdaleyfi er samþykkt en hlíta skal sömu kröfum sem Vegagerðin og Ríkiseignir gera í meðfylgjandi gögnum varðandi frágang og umgengni á verkstað.

7. Laufdalur 17 - 23, umsókn um lóð fyrir 6 íbúða raðhús (2015100124)
Eyfaxi ehf. sækir um raðhúsalóð nr. 17 - 23 við Laufdal undir 6 íbúðir.

Samþykkt.

8. Vallarás 4, 6, 8 og 10, fyrirspurn um breytingu deiliskipulags. (2015110102)
Jón Stefán Einarsson spyrst fyrir hvort leyft yrði að skipta fjórum lóðum fyrir fjögur einnar hæðar einbýlishús í sex lóðir fyrir þrjú einnar hæðar parhús.

Í Ásahverfi eru skv. deiliskipulagi eingöngu einbýlishúsalóðir og því mun þessi breyting brjóta upp það mynstur sem ákveðið var og breyta ásýnd hverfisins. Breytingunum mundu einnig fylgja  lægri gatnagerðargjöld og hugsanlega kostnaður vegna lagnabreytinga í götu, Að  framan sögðu verður breytingin ekki leyfð.

9. Athugasemdir við grenndarkynningu - Austurgata 13 (2015100121)
Arnar Sigurjónsson óskar eftir að breyta rekstri hússins í gistihús. Húsið er skráð á  verslunar- og þjónustulóð skv. fasteignaskrá og eru fullnægjandi bílastæði við og fyrir framan húsið til að þjóna þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er í húsinu. Einnig er óskað eftir leyfi til að byggja aðra hæð ofan á bakhús sem er ein hæð. Málið var sent í grenndarkynningu og barst jákvæð samþykkt frá eiganda Austurgötu 11 og ein athugasemd þar sem gistiheimili er mótmælt vegna umferðar og ónæðis. (Sjá meðfylgjandi bréf)

USK-ráð fer fram á að rekstraraðili brýni fyrir sínum gestum að sýna tillitsemi við íbúa í nærliggjandi íbúðarhúsum sérstaklega þegar um næturumferð er að ræða.
Að öðru leyti er erindið samþykkt en skila þarf inn öllum teikningum og sækja um byggingarleyfi hjá byggingarfulltrúa.

10. Hafnargata 19 - 21 (2015110111)
Tvíhorf-arkitektar spyrjast fyrir hvort leyfð yrði 4. hæða bygging ofan á húsin nr. 19, 19a og 21 við Hafnargötu. Þessi hús eru núna 1. hæð yfir Hafnargötuna. Einnig er óskað eftir heimild til að byggja einnar hæðar byggingu á baklóð Hafnargötu 21.

Ráðið tekur vel í erindið og samþykkir að senda í grenndarkynningu.

11. Deiliskipulag Reykjanesvita og nágrennis, ósk um auglýsingu (2014090069)
Reykjanes Geopark óskar eftir að meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi Reykjanesvita og nágrennis verði auglýst samkvæmt 41. gr skipulagslaga.

Samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu ásamt greinargerð samkvæmt 41. grein skipulagslaga og senda hana til umsagnar Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Ferðamálastofu, Samgöngustofu, Grindavíkurbæjar og Ferðamálasamtaka Reykjaness.

12. 216. fundargerð samráðsnefndar byggingafulltrúa (2015020156)

Lagt fram til kynningar.

 Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. nóvember 2015.