179. fundur

08.12.2015 00:00

179. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn 8. desember 2015 að Skólavegi 1 kl. 17:00.

Mætt: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson aðalmaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson, sviðsstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa (2015020156)

Lagt fram.

2. Endurskoðun aðalskipulags, skipulagslýsing til kynningar (2015020120)
Lögð fram drög af skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar 2015-2030 dags. desember 2015.

Samþykkt að senda drögin til umsagnar þeirra sem upp eru taldir í grein 7.3 og auglýsa kynningu fyrir íbúum Reykjanesbæjar.

3. Deiliskipulag Hlíðahverfis (2015100139)
Tillagan var auglýst 22. október sl. með athugasemdafresti til 3. desember 2015. Sjö athugasemdabréf bárust og fjalla þau öll um 2. hæða fjórbýlishús við Grænulaut næst Háaleitinu og að auki er í einu bréfi gerðar athugasemdir um umferð á Skólavegi (sjá meðfylgjandi athugasemdir). Deiliskipulag á þessu svæði var áður samþykkt 19. maí 2009 í bæjarstjórn og staðfest með auglýsingu í B-tíðindum 25. nóvember 2011 en vegna formgalla var það ógilt. Öll gögn sem Skipulagsstofnun fékk með því skipulagi gilda þar sem það á við.

Samþykkt að breyta 2. hæða fjórbýlishúsum við Grænulaut 17-23  í einnar hæðar parhús. Uppdrætti og greinagerð hefur þegar verið breytt skv. því og fylgja fundargerð þessari. Varðandi athugasemdir vegna umferðar um Skólaveg þá var sett upphækkuð hraðahindrun með þrengingu við innkomu inn á eldri hluta Skólavegs og hámarshraði verður 30 km, að auki eru fjórar upphækkaðar gangbrautir á Skólavegi ofan Hringbrautar.

4. Umsókn um lóðir, Lerkidalur 2-48 og Víðidalur 34-64 (2015120053)
Sveinbjörn Sigurðsson hf. sækir um lóðirnar að Lerkidal 2-48 og Víðidal 34-64 fyrir raðhús á einni hæð. Ekki er um breytingu á byggingarreit að öðru leiti en að hafa húsin einlyft í stað tveggja hæða og fjölga íbúðum úr fjórum í fimm á hverri lóð.

Lóðaúthlutun er samþykkt en breytingar sendar í grenndarkynningu.
Una María Unnarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

5. Grenndarkynning vegna sólstofu að Smáratúni 35 (2015120055)
Endurnýjun á byggingarleyfi frá 1986 vegna sólstofu við Smáratún 35 var sent í grenndarkynningu 20. október sl. Athugasemdir frá eigendum Smáratúns 37 bárust 5. nóvember sl. þar sem þeir fara fram á höfnun byggingarleyfis.

Þar sem  bygging sólstofunnar er í lóðamörkum Smáratúns 37 og eigendur þess hús samþykkja ekki framkvæmdina, þá hafnar Umhverfis- og skipulagsráð umsókninni.

6. Deiliskipulag Flugvalla (2015120057)
Mikill áhugi er fyrir lóðum milli Iðavalla og Reykjanesbrautar og því brýnt að huga að deiliskipulagningu svæðisins. Umhverfissvið óskar því heimildar til að endurskoða og ljúka við deiliskipulagstillögu frá 2008 í samráði við Umhverfis- og skipulagsráð.

Umhverfis- og skipulagsráð heimilar Umhverfissviði að hefja vinnu við deiliskipulag Flugvalla.

7. Flugvellir 6, lóðastækkun (2015120056)
Procar bílaleiga óskar eftir stækkun á lóð sinni til norðurs að girðingu við fótboltavöll og til suðurs um eina 6-9m.

Samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið liggur ekki fyrir en stefnt er að því að ljúka við deiliskipulagið á næsta ári. Fram að því verða engar breytingar á svæðinu leyfðar.

8. Starfsáætlun 2016, framkvæmdastjóri kynnir.  (2014100165)

Ráðið þakkar framkvæmdastjóra fyrir góða kynning og samþykkir áætlunina.

9. Endurskoðun jafnréttisáætlunar Reykjanesbæjar (2015110048)

Ráðið gerir ekki athugasemdir við jafnréttisáætlunina.

 Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. desember 2015.