180. fundur

13.01.2016 00:00

180. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn 13. janúar 2016 að Tjarnargötu 12 kl. 17:00.

Mætt: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Grétar Ingólfur Guðlaugsson, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Sveinn Númi Vilhjálmsson yfirverkfræðingur, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir sem ritar fundargerð.

1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa (2016010191)

Lagt fram en máli nr. 10 í fundargerðinni er frestað til næsta fundar ráðsins.

2. Framnesvegur 11 - umsókn um lóðarstækkun (2016010180)
Vatnsnessteinn ehf. óskar eftir lóðastækkun við lóð sína Framnesveg 11. Um er að ræða lóðina Básveg 11 og opið svæði við Sjávargötu samtals 1604 m2.

Lóðastækkun verður frágengin samhliða samþykkt deiliskipulagstillögu.

Una María Unnarsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

3. Framnesvegur 11, nýtt deiliskipulag, ósk um auglýsingu (2016010192)
Vatnsnessteinn ehf. óskar eftir að meðfylgjandi tillaga af deiliskipulagi lóðarinnar Framnesvegur 11 verði auglýst samkvæmt 41.gr skipulagslaga.

Í greinargerð með aðalskipulagi bls. 45 er gert ráð fyrir fjölbýlishúsi sem trappast frá fjórum hæðum og upp. Bílgeymslu verði komið fyrir neðanjarðar að hluta. Deiliskipulagstillaga er í samræmi við þetta og þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi þá er ekki talin þörf á gerð skipulagslýsingar í þessu tilfelli. Samþykkt að auglýsa tillöguna samkvæmt 41.gr skipulagslaga.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að 5 hæðir sé of háar byggingar á þessu svæði.

Una María Unnarsdóttir sitjur hjá við afgreiðslu málsins.

4. Deiliskipulag Reykjanesvita og nágrennis (2014090069)
Tillagan var auglýst skv. 41.gr.skipulagslaga 19. nóvember sl. með athugasemdafresti til 31. desember 2015. Einnig var hún send til umsagnar Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Ferðamálastofu, Samgöngustofu, Grindavíkurbæjar og Ferðamálasamtaka Reykjaness.

Engar almennar athugasemdir bárust en umsagnir frá Minjastofnun og Umhverfisstofnun bárust. Gerði Minjastofnun athugasemdir vegna framsetningar fornminja á uppdrætti og hefur verið brugðist við því.
Samþykkt að senda skipulagstillöguna til endanlegrar afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.

5. Hafnargata 12, fyrirspurn um byggingarmagn (2016010194)
Hrífutangi ehf. eigandi Hafnargötu 12 spyrst fyrir hversu mikið byggingarmagn er hægt  að gera ráð fyrir á lóðinni, þ.e. hversu hátt nýtingarhlutfall er ásættanlegt. Lóðin er 3251,7 m2. Samkvæmt fyrirhuguðum áformum eigenda vilja þeir annaðhvort byggja þarna veitingarekstur á jarðhæð, blandaðan með íbúðum á efri hæðum með bílgeymslu í kjallara og eða hótel og gistihús.

Samkvæmt aðalskipulagi er nýtingarhlutfall 0,7 fyrir þetta svæði og leyfa mætti 3 hæða byggingu auk bílageymslu í kjallara.

6. Framkvæmdaleyfi til lagningar ljósleiðara með Nesvegi og Hafnavegi (2015120075)
Brú Emerald óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðara með Nesvegi frá mörkum Grindavíkur að Hafnavegi  áfram að Ásbrú og einnig frá Nesvegi að Terryhúsi í landi HS-Orku, sjá meðfylgjandi fylgigögn.

Eins og fram kemur í bréfi Skipulagsstofnunar er lagning ljósleiðara ekki háð mati á umhverfisáhrifum en skipulagsskyld og heimilt er að veita framkvæmdarleyfi á grundvelli aðalskipulags ef í því er gerð grein fyrir framkvæmdinni og fjallað á ítarlegan hátt um umfang, frágang, áhrif hennar á umhverfið og annað sem við á. Í núverandi aðalskipulagi er ekki um þetta að ræða en endurskoðun þess er í gangi og verður þetta tekið inn í hana. Leyfi allra landeigenda er meðfylgjandi ásamt samþykkt Vegagerðarinnar. Framkvæmdaleyfi er því samþykkt.

7. Endurskoðun aðalskipulags, umsagnir og athugasemdir (2015020120)
Skipulags- og matslýsing dags. desember 2015 var auglýst með athugasemdafresti til 7. janúar 2016. Einnig var hún send 24 aðilum sérstaklega til umsagnar. Ein athugasemd barst og umsagnir frá þrem aðilum og fylgja þær fundargerð þessari.

Umsagnir og athugasemdir verða lagðar fyrir stýrihópinn og skipulagshöfunda til úrvinnslu í framhaldsvinnu við endurskoðun aðalskipulagsins. Fleiri umsagnir eru væntanlegar og verða þær teknar fyrir í stýrihópnum.

8. Vöktunaráætlun United Silicon í Helguvík fyrir 2015 - 2025. (2015080028)
Umhverfisstofnun óskar eftir athugasemdum við meðfylgjandi tillögu United Silicon um vöktunaráætlun fyrir árin 2015 - 2025. Athugasemdir Umhverfisstofnunar koma fram í tillögunni.

Ráðið tekur undir með Umhverfisstofnun um mikilvægi þess að komið verði á sameiginlegri vöktunaráætlun fyrirtækja í Helguvík og aðkoma Reykjanesbæjar verði tryggð samanber kafla 7.0 í deiliskipulagi svæðisins.

9. Keflavíkurflugvöllur, deiliskipulagslýsing austur og vesturssvæðis (2016010196)

Ráðið fagnar komandi uppbyggingu og óskar eftir góðri samvinnu um svæðið sem liggur að skipulagssvæði Reykjanesbæjar.

10. Umsókn um Laufdal 17 - 23 (2016010197)
Eyfaxi ehf. handhafi raðhúsalóðarinnar Laufdalur 17 - 23 óskar eftir leyfi til að afsala lóðinni til Sæfaxa ehf., sami eigandi er skráður fyrir báðum félögunum.

Samþykkt.,

11. Önnur mál (2016010178)

a) Umræður um sorp- og flokkunarmál.

b) Sviðsstjóri fór yfir nýframkvæmdir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. janúar 2016.