20.06.2016 00:00

186. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn 20. júní 2016 að Tjarnargötu 12 kl. 17.00.

Mættir: Guðni Jósep Einarsson varaformaður, Arnar Ingi Tryggvason varamaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbjörnsson aðalmaður, Ómar Jóhannsson varamaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri.

1. Ásbrúarlína 5
Landsnet óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna útlagnar háspennustrengs frá tengivirkinu á Fitjum að tengivirkinu á Ásbrú (sjá meðfylgjandi gögn).

Framkvæmdaleyfi veitt.

2.  Aðalgata 60, ósk um lóðastækkun
Alex Guesthouse ehf. óskar eftir því að lóð félagsins við Aðalgötu 60 verði stækkuð til vesturs skv. meðfylgjandi fylgiskjali ásamt gerð nýs leigusamnings fyrir athafnasvæði félagsins. Félagið áætlar að nýta fyrirhugaða stækkun lóðarinnar í tengslum við aukin umsvif í ferðaþjónustutengdri starfsemi í takt við aðalskipulag Reykjanesbæjar. Fyrirhuguð umsvif tengjast verslun og þjónustu við ferðamenn s.s. þjónustu við bílaleigur ofl.

Samþykkt.

3. Bergás 6, stækkun á bílaplani
Inga Ósk Ólafsdóttir, Bergási 6, óskar eftir stækkun á bílaplani við hús sitt um 8,25m með götu.

Samþykkt.

4. Brekadalur 11, umsókn um lóð
Hólmgrímur Sigvaldason sækir um lóðina Brekadalur 11 undir einbýlishús.

Samþykkt.

5. Brekadalur 7
Pétur Jóhannsson sækir um lóðina Brekadalur 7 undir einbýlishús.

Samþykkt.

6. Brekadalur 5

BT4 ehf. sækir um lóðina Brekadal 5 undir einbýlishús.

Samþykkt.

7.  Háholt 22, grenndarkynning vegna viðbygginga
Umsókn vegna leyfis til að stækka Háholt 22 í norðvestur og suðvestur var send í grenndarkynningu og bárust athugasemdir frá einum húseiganda (sjá meðfylgjandi gögn).

Nágrannar eru ekki sáttir við viðbyggingu á norðvesturhorni byggingarinnar. Þar er um að ræða 10m vegg 3,5m á hæð og í 1m fjarlægð frá lóðamörkum. Skuggamyndun verður því veruleg á útisvæði nærliggjandi lóðar. Slík bygging svo nærri lóðamörkum verður ekki leyfð nema með samþykki aðliggjandi lóðarhafa og er henni því hafnað. Viðbygging í suðvesturhorni er samþykkt.

8. Flugvellir, nýtt deiliskipulag
Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 21. apríl sl. með athugasemdafresti til 19. maí. Einnig var hún send til umsagnar Isavia og skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar. Athugasemdir bárust frá einum lóðarhafa og umsögn frá umsagnaraðilum sem gerðu ekki athugasemdir við tillöguna.

Athugasemd barst frá eigendum Iðavalla 5b varðandi lóðastærð. Þeir vilja að lóðamörk verði færð á deiliskipulagi í 15m fjarlægð frá vesturgafli húss eins og samkomulag fyrri eigenda við þáverandi eiganda Flugvalla 6 hljóðaði upp á. Það samkomulag var ógilt þar sem einungis annar eigandi Iðavalla 5b skrifaði upp á það. Til að koma til móts við óskir eigenda Iðavalla 5b þá er lóðalínan færð úr 3.15m í 10m fjarlægð frá vesturgafli hússins og hefur sú breyting verið færð inn á skipulagsuppdrátt.
Samþykkt að senda deiliskipulagið til endanlegrar afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.

9. Birkidalur 4, stækkun á bílaplani
Bjarni Sigurðsson, Birkidal 4, óskar eftir stækkun á bílaplani við hús sitt skv. meðfylgjandi rissi.

Samþykkt.

10. Tjarnarbraut 6, fjölgun íbúða
Tjarnarhverfi ehf. óskar leyfis til að fjölga íbúðum á lóð sinni úr 14 - 15 íbúðum í 27 - 32 íbúðir. 6 íbúðir verða stærri en 80m2 og 21 - 24 íbúðir 50-80m2 (sjá meðfylgjandi fylgiskjöl).

Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

11. Suðurgata 29, niðurfelling á göngustíg
Eigendur Suðurgötu 29 óska eftir að göngustígur sem liggur milli nr. 29 og 27 verði felldur niður og lagður undir Suðurgötu 29 (sjá fylgiskjöl).

Stígur þessi hefur aldrei endanlega verið gerður og því samþykkt að fella hann niður og sameina hann lóðinni Suðurgötu 29.

12. Stækkun Reykjanesvirkjunar, Pækilvirkjun, framkvæmdaleyfi
HS Orka sækir um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar, sjá meðfylgjandi fylgiskjöl.

Jóhann Snorri Sigurbergsson vék af fundi undir þessum lið.
Framkvæmdaleyfi samþykkt.

13. Leirdalur 7 - 27, lóðarumsókn og deiliskipulagsbreyting
Bjarkardalur ehf. sækir um lóðirnar Leirdal 7 - 27 sem eru 11 einbýlishúsalóðir. Einnig er óskað eftir heimild til þess að hefja breytingu á deiliskipulagi lóðanna, á kostnað umsækjanda, með hefðbundnum og lögformlegum hætti skv. skipulagslögum (sjá meðfylgjandi gögn).

Lóðaúthlutun samþykkt, með fyrirvara um greiðslu vegna núverandi framkvæmda skv. mati óháðs aðila og að tillaga að  deiliskipulagsbreytingu sem hér með er heimilt að fara í verði samþykkt.

 Fleira ekki gert og fundi slitið.  Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 23. júní 2016.