188. fundur

13.09.2016 00:00

188. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. september.2016 kl. 17:00.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Magnea Guðmundsdóttir. Grétar Guðlaugsson og Una María Unnarsdóttir.

Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Umhverfissviðs, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Einar Júlíusson byggingafulltrúi og Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 223 (2016010191)
Lagt fram.

2. Gjaldskrá byggingafulltrúa (2016090070)
Lagt fram.

3. Endurskoðun Aðalskipulags, umsagnir (2015020120)
Meðfylgjandi eru umsagnir Skipulags- og Minjastofnunar um vinnslutillögu aðalskipulagsins.
Umsögnum vísað til stýrihóps.

4. Suðurvellir 7-9 - Skipting lóðar (2016030097)
Eigendur  húseignarinnar Suðurvellir 7-9 óska eftir að lóðinni verði skipt upp eins og meðfylgjandi tillaga af lóðablaði sýnir.
Samþykkt að breyta lóðablöðum samkvæmt erindi. Ekki tekin afstaða til frekari uppbyggingar á svæðinu.

5. Umsókn um lóð - Flugvellir 29 (2016090071)
Brunavarnir Suðurnesja sækja um lóðina Flugvellir 29 undir slökkvistöð.
Samþykkt með fyrirvara um að deiliskipulag sem nú er í auglýsingu verði samþykkt.

6. Umferðarhraði í Svölutjörn (2016090033)
Íbúar við Svölutjörn óska eftir hvort hægt sé að athuga magn og hraða umferðar um götuna og hvort sé hægt að finna leiðir til að draga úr hraða.
Sviðstjóra falið að gera mælingar í götunni og koma með tillögur um úrbætur á næsta fund.

7. Selvík 3b - viðbyggingar utan byggingareits (2016090072)
Eigendur endabila Selvíkur 3b óska eftir að byggja 5m breiðar viðbyggingar við báða enda hússins. Svæðið sem viðbyggingar eru teiknaðar á er utan við byggingarreit á lóðinni og því þarf að kynna málið og leita samþykktar fyrir þessu hjá meðeigendum. Umsækjendur munu, ef jákvætt verður tekið í erindið, kynna málið fyrir meðeigendum. Hafnarstjórn hefur samþykkt málið svo fremi að það samrýmist skipulagi.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki annara eiganda.

8. Grófin 9-11 - Fyrirspurn um lóð (2016090073)
Gullhjartað ehf. óskar eftir afstöðu Reykjanesbæjar gagnvart því að úthluta lóðinni Grófin 9-11 undir rúmlega 1000m2 verslunar og þjónustuhúsnæði.
Ekki liggur fyrir framtíðarskipulag á þessum reit og er því erindinu hafnað. Skipulagsvinna á þessu svæði er í bígerð

9. Leirdalur 29-37, Úrskurður vegna kæru og ósk um auglýsingu deiliskipulags nr.7-37 (2016060374)
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kæru íbúa við Leirdal, Hamradal og Hraundal frá þar sem ekki var um lokaákvörðun að ræða. Kæran fjallaði um samþykkt USK-ráðs 8. mars sl. þar sem samþykkt var að breyta einbýlishúsunum Leirdal 29-37 í tvíbýlishús. Nú hafa húseigendur samþykkt að setja þetta í deiliskipulagsferli með húsunum Leirdal 7-27. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu og Bjarkardalur ehf. óskar hér með eftir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 (sjá meðfylgjandi fylgiskjöl).
Þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi fellur bæjarstjórn frá frekara kynningarferli skv. heimild í 40.gr skipulagslaga. Samþykkt að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

10. Umsókn um lóð - Trönudalur 1-31 (2016090075)
Jóhannes Bjarni Bjarnason sækir um lóðirnar Trönudalur 1-15 undir keðjuhús á tveimur hæðum. Til vara sækir hann um Trönudal 17-31.
Samþykkt.

11. Aspardalur 8 - Lóðastækkun og viðbygging (2016090138)
Reykjanesbær óskar eftir lóðastækkun til austurs og leyfi til 32,7m2 viðbyggingar á þeim stað á lóðinni Aspardalur 8.(sjá fylgiskjöl)
Samþykkt. Sent í grenndarkynningu.

12. Einidalur 13 - Lóðastækkun og viðbygging (2016090139)
Reykjanesbær óskar eftir lóðastækkun til norðurs og leyfi til 54,3m2 viðbyggingar á þeim stað á lóðinni Einidalur 13. (sjá fylgiskjöl)
Samþykkt. Sent í grenndarkynningu.

13. Fjárhagsáætlun 2017 (2016060178)
Sviðsstjóri fór yfir málið.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. september 2016.