193. fundur

14.02.2017 00:00

193. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14.2.2017 kl. 17:00.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Arnar Ingi Tryggvason, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Magnea Guðmundsdóttir og Þórður Karlsson.

Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi og Dóra Steinunn Jóhannsdóttir, ritari

1. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa nr: 227 (2017020130)
Lagt fram.

2. Valhallarbraut 869 - Breyting á deiliskipulagi (2017010070)
Verne Global og Verne Holding óska eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að byggingarreitur verði færður 3m til norðurs vegna varaaflsvéla, sjá meðfylgjandi skýringamynd.
Mál þetta var tekið fyrir á síðasta fundi USK og var þá samþykkt að óska umsagnar Isavia, sem ekki gerði athugasemd við það (sjá fylgiskjal). Áður gerð samþykkt skipulagsfulltrúa er felld niður vegna formgalla. USK-ráð samþykkir breytinguna með vísan í grein 43.3 gr. skipulagslaga.

3. Reykjanesvitabraut - Bílastæði - Framkvæmdaleyfi (2014090069)
Reykjanesjarðvangur sækir um leyfi fyrir gerð fyrsta áfanga bílastæðis samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Landmótun. Teikningarnar byggja á samþykktu deiliskipulagi fyrir Reykjanesvita og nágrenni.
Skipulagsfulltrúi hafði áður gefið út framkvæmdaleyfi en vegna formgalla þá var það fellt úr gildi. USK-ráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi.

4. Hafnargata 56, lóðaskipting og nýr byggingarreitur (2017020129)
BGB ferðaþjónusta sækir um að skipta lóðinni Hafnargötu 56 upp í tvo hluta og verði komið fyrir 240 m2 byggingarreit á vestur hlutanum til byggingar 3.hæða húss með allt að 12 íbúðum, sjá meðfylgjandi uppdrátt.
USK-ráð samþykkir skiptingu lóðar en að byggingaráform verði aftur lögð fyrir ráðið. Drögin verði unnin í samræmi við skipulagsfulltrúa.

5. Trönudalur 1-15 - Lóðarumsóknir (2017010071)
P. Bateman ehf. og HUG-verktakar sóttu báðir um lóðirnar Trönudalur 1-15 (oddatölur ) á síðasta fundi USK og var samþykkt að varpa hlutkesti að viðstöddum umsækjendum síðar. Niðurstaða hlutkestis var að P. Bateman ehf. hafði betur.
Samþykkt úthlutun til P. Bateman ehf.

6. Aspardalur 2-4 - Lóðarumsókn (2017010074)
Davíð Íbsen sækir um lóðina Aspardalur 2-4, undir parhús á einni hæð.
Samþykkt.

7. Brekadalur 67 - Lóðaumsókn (2017020131)
Árni Sigfússon sækir um lóðina Brekadalur 67, undir einbýlishús.
Samþykkt.

8. Aspardalur 1 og Dalsbraut 22-36 - Lóðarumsóknir (2017020133)
Miðbæjareignir ehf. sækja um lóðirnar Aspardalur 1 og Dalsbraut 22-36 (sléttar tölur) undir fjölbýlishús.
Samþykkt að úthluta Aspardal 1.
Samþykkt að úthluta Dalsbraut 22, 24, 26, 28, 30, 32, 34 og 36.

9. Dalsbraut 14-18 - Lóðarumsóknir (2017020134)
A+B ehf. sækja um lóðirnar Dalsbraut 14-18 undir fjölbýlishús.
Þar sem tveir aðilar sóttu um lóðirnar að Dalsbraut 14, 16, 18, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

10. Dalsbraut 14-18 - Lóðarumsóknir (2017020137)
Leigufélagið Stefnir ehf. sækir um lóðirnar Dalsbraut 14 - 18 undir fjölbýlishús.
Þar sem tveir aðilar sóttu um lóðirnar að Dalsbraut 14, 16, 18, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

11. Þrastartjörn 26-48 - Lóðarumsóknir (2017020139)
A+B ehf. sækja um lóðirnar Þrastartjörn 26- 48 undir raðhús á einni hæð.
Lóðum þessum hefur þegar verið úthlutað.

12. Þrastartjörn 26-48 - Lóðarumsóknir (2017020141)
A+B ehf. sækja um lóðirnar Þrastartjörn 26- 48 undir raðhús á einni hæð.
Lóðum þessum hefur þegar verið úthlutað.

13. Vallarás 10 - Lóðarafsögn (2017020143)
Erla María Andrésdóttir afsalar sér lóðinni Vallarás 10.
Samþykkt.

14. Vallarás 6 - Lóðarafsögn (2017020144)
Guðlaug Brynja Hjaltadóttir afsalar sér lóðinni Vallarás 6.
Samþykkt.

15. Vallarás 8 - Lóðarafsögn (2017020145)
Steinþóra Eir Hjaltadóttir afsalar sér lóðinni Vallarás 8.
Samþykkt.

16. Vallarás 4 - Lóðarafsögn (2017020146)
Jóhanna M Einarsdóttir afsalar sér lóðinni Vallarás 4.
Samþykkt.

17. Vallarás 4, 6, 8 og 10 - Lóðarumsóknir (2017020147)
AHA - verktakar ehf. sækja um lóðirnar Vallarás 4, 6, 8 og 10 undir einbýlishús.
Samþykkt.

18. Dalsbraut 1 og 2 - Lóðarumsóknir (2017020148)
AHA-verktakar ehf. sækja um lóðirnar Dalsbraut 1 og 2 undir fjölbýlishús.
Samþykkt.

19. Dalsbraut 4 og 6 - Lóðarumsóknir (2017020149)
AHA - verktakar ehf. sækja um lóðirnar Dalsbraut 4 og 6 undir fjölbýlishús.
Lóðum þessum var úthlutað á síðasta fundi.

20. Hólamið 1a - Lóðarumsókn (2017020154)
Hjalti Guðmundsson ehf. sækir um lóðina Hólamið 1a undir iðnaðarhús. Stjórn Reykjaneshafnar hefur samþykkt umsóknina fyrir sitt leiti.
Samþykkt.

21. Breiðasel 56, 58, 65, 67, 69 og Brautarsel 64, 66, 68, 70 – Lóðarumsóknir (2017020151)
Húsanes Verktakar ehf. sækja um lóðirnar Breiðasel 56, 58 ,65, 67, 69 og Brautarsel 64, 66, 68 og 70 undir verslun og þjónustu.
Samþykkt.

22. Brekadalur 11 - Lóðarumsókn (2017020156)
Guðmundur Axel Sverrisson sækir um lóðina Brekadalur 11 undir einbýlishús.
Þar sem tveir aðilar sóttu um lóðina Brekadal 11, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

23. Brekadalur 11 - Lóðarumsókn (2017020157)
147 ehf. sækir um lóðina Brekadalur 11 undir einbýlishús.
Þar sem tveir aðilar sóttu um lóðina Brekadal 11, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

24. Seljudalur 29 - Lóðaumsókn (2017020158)
Júlía Elísa Ævarsdóttir sækir um lóðina Seljudalur 29 undir einbýlishús
Þar sem tveir aðilar sóttu um lóðina Seljudal 29, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

25. Seljudalur 29 - Lóðaumsókn (2017020159)
Aldís Kjærnested Eiríksdóttir sækir um lóðina Seljudalur 29 undir einbýlishús. Til vara sækir hún um lóðina Seljudalur 35.
Þar sem tveir aðilar sóttu um lóðina Seljudal 29, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

26. Hamradalur 7 - Lóðaumsókn (2017020160)
Harpa G. Sigurjónsdóttir sækir um lóðina Hamradalur 7 undir einbýlishús.
Samþykkt.

27. Stapabraut 1 - Lóðastækkun (2017020187)
Air Chefs ehf. óskar eftir lóðastækkun við lóð sýna að Stapabraut 1. Stækkun er til suðurs úr 6.558m2 í 10.735 m2, sjá meðfylgjandi uppdrátt.
Ráðið tekur ágætlega í erindið en bendir á að lóðastækkuninni mun fylgja aðal- og deiliskipulagsbreyting. Drög að henni skal liggja fyrir USK-ráðið.

28. Básvegur 11 - Lóðaumsókn (2017020164)
Vatnsnessteinn sækir um lóðina Básvegur 11 til tengingar uppbyggingar Framnesvegar 11.
Samþykkt.

29. Hs veitur- Framkvæmdaleyfi (2017020162)
Hs - veitur óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 33kV háspennustrengs frá undirgöngum við Grænás undir Reykjanesbraut og síðan eins og leið liggur að núverandi Riðbreytistöð. Sjá fylgigögn. Isavia og Vegagerðin hafa gefið sitt leyfi fyrir framkvæmdum á þeirra svæði.
Framkvæmdaleyfi samþykkt og skal tryggt að frágangur jarðvegs og yfirborðs sé a.m.k. sambærilegur og fyrir var, áður en framkvæmdir við verkið hófust. Að öðru leyti vísast í kröfur Isavia og Vegagerðarinnar um framgang verksins. Magnea Guðmundsdóttir situr hjá undir þessum lið.

30. Leirdalur 22-28 - Deiliskipulagsbreyting (2017010077)
Leirdalur ehf. óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi lóða sinna, Leirdalur 22-24 og 26-28. Breytingin fellst í fjölgun íbúða úr 4 í 12. Engar breytingar eru á útliti, stærð og staðsetningu. Sjá meðfylgjandi gögn.
USK-ráð heimildar að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem verði í samræmi við byggðamynstur götunnar. Ráðið telur umbeðinn íbúðafjölda of mikinn.

31. Deiliskipulag Reykjanesvita og nágrennis, Lýsing (201490069)
Lýsingin var send til umsagnar eigenda fasteigna innan deiliskipulagsmarka, Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Ferðamálastofu, Grindavíkurbæjar, Samgöngustofu, Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og Ferðamálasamtaka Reykjaness. Einnig auglýst kynning fyrir almenning.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vitaverðinum ehf. og Vegagerðinni sem ekki gerðu athugasemdir. Skipulagsstofnun og Vitavörðurinn ehf. telja að fyrirhuguð áform um stækkun tjaldsvæðis og bygging gistihúsa séu í ósamræmi við stefnu gildandi aðalskipulags og nýrrar aðalskipulagstillögu. Umhverfis- og skipulagsráð vísar málinu til stýrihóps endurskoðunar aðalskipulags til ákvörðunar um hvort breyta eigi aðalskipulagi vegna þessa máls.

32. Grænásvegur 10 - Grenndarkynning (2016110069)
Rent fasteignir óska eftir stækkun byggingarreits um 800m2 ( 2h og ris ) og heimild til að byggja aðra hæð og ris ofan á matshluta 01 á lóð sinni Grænásvegi 10. Nýtingarhlutfall verður 0,35 eftir framkvæmdir við gistiheimilið.
Málið var sent í grenndarkynningu og engar athugasemdir bárust. Byggingaráform samþykkt.

33. Hafnargata 65, grenndarkynning (2016120100)
Sigurður Jónsson óskar eftir að breyta einbýli í gistiheimili. Setja tvær nýjar útidyrahurðir og breyta núverandi bílskúr í gistiheimili og sameina með skúr á Hafnargötu 67. Einnig breyta lóð og byggingarreit. Sjá fylgigögn. Málið var sent í grenndarkynningu og engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

34. Hafnargata 12 - Deiliskipulagstillaga (2016010194)
Hrífutangi ehf. óskar eftir að meðfylgjandi deiliskipulagstillaga verði tekin til umfjöllunar. Um er að ræða 77. íbúðir í 3. hæða húsi með bílakjallara. Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 41. grein Skipulagslaga og haldinn var kynningarfundur þar sem íbúar í nágrenninu voru sérstaklega boðaðir.
Mikill fjöldi athugasemda barst frá íbúum og einnig frá Minjastofnun. Megin inntök athugasemda íbúa er m.a. : allt of mikið byggingarmagn, fjöldi íbúða allt of mikill, útsýnisskerðing, umferðaraukning, stílbrot við umhverfið, misræmi við gildandi aðalskipulag, byggingar úti lóðamörk, bílakjallari og margt fleira sem kemur fram í meðfylgjandi athugasemdum íbúa. Minjastofnun telur mikilvægt að endurskoða mótun og umfang nýbygginga á deiliskipulagsreitnum þannig að uppbyggingin taki í meira mæli tillit til mismunandi einkenna, mælikvarða og yfirbragðs sögulegrar byggðar og götumynda í nánasta umhverfi og við aðliggjandi götur.
Þar sem fjöldi rökstuddra athugasemda bárust frá íbúum og Minjastofnun þá er deiliskipulagstillögunni hafnað. Í framhaldi mun Umhverfis- og skipulagsráð sjá til þess að gerðir verði fastmótaðir skipulagsskilmálar fyrir lóðina Hafnargata 12 sem taki mið m.a. af athugasemdum sem bárust.

35. Sorpmál (2017010081)
USK skipar Eystein Eyjólfsson, Magneu Guðmundsdóttir og Berglindi Ásgeirsdóttir í starfshóp sem hefur það verkefni að gera tillögu að aðgerðaáætlun um það hvernig Reykjanesbær getur auðveldað íbúum og fyrirtækum bæjarins að auka sorpflokkun og endurvinnslu frá því sem nú er. Mikilvægt er að verkefnið verði unnið í samvinnu og samstarfi við hin sveitarfélögin á Suðurnesjum og Kölku. Aðgerðaáætlun verður síðan lögð fyrir USK-ráð og bæjarstjórnar til samþykktar.

36. Mælaborð - Sviðsstjóri (2017020190)
Sviðsstjóri fór yfir mælaborð síðasta árs.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. febrúar 2017.