12.09.2017 00:00

200. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12.9.2017 kl. 17:00.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Erlingur Bjarnason, Þórður Karlsson, Arnar Ingi Tryggvason.

Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðstjóri, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sveinn Númi Vilhjálmsson bæjarverkfræðingur, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr: 233, 234, 235 (2017020130)
Lagt fram.

2. Flugvellir 20 - Lóðarumsókn (2017090103)
Iceeignir ehf. sækir um lóðina Flugvellir 20.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

3. Flugvellir 20 - Lóðarumsókn (2017090071)
Verkefni ehf. sækir um lóðina Flugvellir 20.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

4. Flugvellir 20 - Lóðarumsókn (2017090072)
LxB ehf. sækir um lóðina Flugvellir 20.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

5. Flugvellir 20 - Lóðarumsókn (2017090073)
Verkferill ehf. sækir um lóðina Flugvellir 20.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

6. Flugvellir 20 - Lóðarumsókn (2017090076)
Baldur Björnsson sækir um lóðina Flugvellir 20.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

7. Flugvellir 20 - Lóðarumsókn (2017090079)
Robert Fisher sækir um lóðina Flugvellir 20.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

8. Brekadalur 11 - Lóðarumsókn (2017090080)
Jóhanna María Einarsdóttir sækir um lóðina Brekadalur 11.
Úthlutun samþykkt með vísun í reglur um lóðaveitingar Reykjanesbæjar, grein 3.1.1.

9. Bjarkardalur 16-26 - Deiliskipulagsbreyting (2017090081)
JTV ehf. leggur inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi. Í stað 6 tvílyftra raðhúsa komi fjölbýli á tveimur hæðum með allt að 20 íbúðum.
Samþykkt að fjölga íbúðum en þó þannig að þær verði ekki fleiri en 12 í samræmi við afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs við Reynidal 3-13.

10. Flugvellir 10 - Lóðarumsókn (2017090082)
Rent Nordic ehf. sækir um lóðina Flugvellir 10.
Samþykkt.

11. Flugvellir 20 - Lóðarumsókn (2017090086)
Ellert Hannesson sækir um lóðina Flugvellir 20.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

12. Hafnargata 3737a - Athugasemdir (2017060127)
Grenndarkynning vegna umsóknar Steinars Geirdal um heimild til að sameina húsin að Hafnargötu 37 og 37A. Mótmæli bárust eftir grenndarkynningu.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í að ásýnd að Ægisgötu sé bætt og húsasundi sé lokað með sameiningu húshlutanna ásamt lyftu. En önnur byggingaráform samræmast ekki skipulagslögum.

13. Bergvegur 30, Bergi - Fyrirspurn um lóð (2017090088)
Guðmundur Pétursson leggur inn fyrirspurn um lóðaúthlutun á Bergvegi 30.
Deiliskipulag er í gildi en lóðir hafa ekki verið auglýstar lausar til umsóknar. Tekið verður við umsóknum þegar lóðir verða skráðar lausar til umsóknar.

14. Brekadalur 11 - Lóðaumsókn (2017090089)
Atlantic Best ehf. sækir um lóðina Brekadalur 11.
Hafnað. Með vísun í reglur um lóðaveitingar Reykjanesbæ, grein 3.1.1

15. Brekadalur 11 - Lóðaumsókn (2017090091)
132 ehf. sækir um lóðina Brekadalur 11.
Hafnað. Með vísun í reglur um lóðaveitingar Reykjanesbæ, grein 3.1.1

16. Brekadalur 40 - Lóðarumsókn (2017090092)
Atlandic Best ehf. sækir um lóðina Brekadalur 40.
Samþykkt.

17. Brekadalur 57 - Lóðarumsókn (2017090093)
BT4 ehf. sækir um lóðina Brekadalur 57.
Samþykkt.

18. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2017090094)
Jóhannes Bjarni Bjarnason sækir um lóðina Hamradalur 3.
Samþykkt.

19. Leirdalur 36 - Lóðarumsókn (2017090095)
Elín Rós Bjarnadóttir sækir um lóðina Leirdalur 36.
Samþykkt.

20. Stapabraut 21 - Deiliskipulagsbreyting (2013060104) #
Kanon Arkitektar deiliskipuleggja Stapabraut 21. Deiliskipulag hefur verið auglýst og engar athugasemdir hafa borist.
Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

21. Gunnuhver - Tillaga að deiliskipulagi (2017030438) #
Landmótun vann deiliskipulag f.h. Reykjanesbæjar og Grindavíkurbæjar. Deiliskipulag var auglýst. Engar athugasemdir hafa borist.
Samþykkt að senda til skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

22. Hátún 20 - Niðurstaða grenndarkynningar (2017070044)
Haraldur Björnsson og Sigríður Erla Jónsdóttir lögðu inn fyrirspurn um að innrétta bílskúr sem íbúð. Niðurstaða grenndarkynningar er að engin mótmæli bárust.
Samþykkt.

23. Hólagata 19 -23 - Deiliskipulag (2017040112)
M. Sævar Pétursson óskar eftir leyfi til að deiliskipuleggja lóðir við Hólagötu 19,21 og 23.
Samþykkt að heimila deiliskipulagsbreytingu

24. Fitjar, veitingavagn - Lóðarumsókn (2017030166)
Tralli ehf. sækir um lóð undir veitingavagn þar sem hann hefur verið staðsettur til bráðabirgða.
Tökum vel í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að koma með tillögu að útfærslu.

25. Tjarnarbraut 24 - Breytingar (2017090097)
Ástríkur ehf. óskar eftir leyfi til breytinga á innra skipulagi jarðhæðar, bæta við flóttastigum og lyftu.
Hafnað þar sem flóttaleiðir skulu vera innan byggingarreits.

26. Víkurbraut 21 - 23 - Ósk um leyfi fyrir deiliskipulagsbreytingu (2017090121)
Bryggjubyggð ehf. óskar leyfis til að breyta deiliskipulagi lóðanna Víkurbraut 21 og 23.
Samþykkt heimild til að vinna drög að deiliskipulagstillögu í samvinnu við skipulagsfulltrúa.

27. Hafnargata 57 - Stækkun (2017090107)
Mænir 230 ehf. leggur inn fyrirspurn um að byggja 2 hæðir ofan á núverandi tveggja hæða hús. Er þá átt við B-hús sem snýr að Hafnargötu.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

28. Mardalur 2-4 - Lóðarumsókn (2017090104)
Sæfaxi ehf. sækir um lóðina Mardalur 2-4
Lóðaúthlutun samþykkt.

29. Hafnargata 29 - Ofaná bygging (2017060129) #
Óskað er eftir breytingum á byggingarreit og auknum heimildum á lóðinni Hafnargötu 29. Húsið verði 5 hæðir auk kjallara. Niðurstaða grenndarkynningar er að engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

30. Tjarnabakki 2 - Stækkun (2016020084)
M. Sævar Pétursson leggur inn fyrirspurn f.h. Fasteignafélagsins Stamps ehf. um breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir að stækka lóðina til vesturs, fella út bílageymslur og fjölga íbúðum úr 14 í 26.
Hafnað. Ósamræmi í götumynd.

31. Hafnir v/ orlofshús - Umsókn um jörð/lóð (2017090108)
Marijana Cumba og Arnbjörn E. Elíasson sækja um lóð - jörð sem mun vera notuð fyrir byggingu á lúxus orlofshúsum með þjónustumiðstöð með heitum pottum, sánu og fl. Spurt er hvort rekstur ferðaþjónustu þessarar gerðar samræmist landnotkun sem frístundabyggð.
Starfsemi ferðaþjónustu fellur að skilmálum aðalskipulags. Ráðið bendir á að landið er í einkaeigu.

32. Vallargata 15 - Stækkun (2017090109)
Jón Þór Maríuson leggur inn fyrirspurn um byggingu á svölum með stiga niður á verönd á vesturhlið hússins.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

33. Brúin á milli heimsálfa - Deiliskipulag (2017090111)
Landmótun leggur fram kynningu á stöðu hönnunar á bílastæðum og göngustígum við brú milli heimsálfa.
Ráðið bendir á að þetta er deiliskipulagsskylt og veitir framkvæmdaraðila heimild til að gera tillögu að deiliskipulagi.

34. Austurbraut 2 - Niðurstaða grenndarkynningu (2017060114)
Svava Björk Jónsdóttir óskar eftir því að fá að bæta hálfri hæð ofan á húsið við Austurbraut 2 og hafa innangengt upp frá stofu. Stigahús myndi koma utan á hliðina. Einnig er óskað eftir að síkka glugga í stofu til að bæta aðgengi út á svalir (sjá meðfylgjandi teikningar). Niðurstaða grenndarkynningar er að mótmæli bárust: byggingin skyggir á og breytir götumyndinni.
Afstaða til sólar er slík að skuggavarp hefur ekki áhrif, stækkun byggingar skyggir ekki á útsýni og ekki er hægt að fullyrða að breyting á götumynd verði neikvæð. Erindi samþykkt.

35. Brekkubraut 7- Niðurstaða grenndarkynningu (2017060113)
Anna Dóra Lúthersdóttir spyrst fyrir hvort leyft yrði að breyta bílgeymslu í íbúðarými sökum fjölskyldustærðar. Ekki er áformað að leigja rýmið út til reksturs. Samþykki meðeigenda fylgir með. Niðurstaða grenndarkynningar: engin mótmæli bárust.
Samþykkt.

36. Brekkustígur 44 - Niðurstaða grenndarkynningu (2017070043)
JTJ ehf. óskar heimildar til að byggja við þvottastöð sýna Brekkustíg 44 að austanverðu, sjá meðfylgjandi gögn. Niðurstaða grenndarkynningar: engin mótmæli bárust.
Samþykkt.

37. Hólagata 9 - Niðurstaða grenndarkynningu (2017070064)
Ellert Arnbjörnsson óskar leyfis til að byggja bílskúr í norður horni lóðarinnar Hólagötu 9, sjá meðfylgjandi gögn. Niðurstaða grenndarkynningar: engin mótmæli bárust.
Samþykkt.

38. Faxabraut 8 - Niðurstaða grenndarkynningu (2017060131)
Izabela Anna Wojas óskar eftir að breyta bílgeymslu sinni að Faxabraut 8 í íbúðarherbergi. Ástæða er vegna fjölskyldutengsla. Niðurstaða grenndarkynningar: engin mótmæli bárust.
Samþykkt.

39. Seljudalur 35 - Niðurstaða grenndarkynningu (2017060103)
Halldór Karlsson óskar eftir að byggingarreitur á lóð hans Seljudal 35 verði stækkaður um 7m til suðurs, sjá meðfylgjandi afstöðumynd. Nýtingarhlutfall fer í 0,29. Niðurstaða grenndarkynningar: engin mótmæli bárust.
Samþykkt.

40. Kirkjubraut 28 - Niðurstaða grenndarkynningu (2017060130)
Sveinn Gunnar Jónsson óskar eftir að fá að færa bílgeymslu aftur í lóðamörk og stækka íbúðarými að baklóðamörkum við Kópubraut skv. meðfylgjandi rissi. Niðurstaða grenndarkynningar: engin mótmæli bárust.
Samþykkt.

41. Túngata 18 - Niðurstaða grenndarkynningu (2017070097)
Dagný Alda Steinsdóttir sækir um leyfi til að byggja skúr/viðbyggingu á lóð. Niðurstaða grenndarkynningar: engin mótmæli bárust.
Samþykkt.

42. Leirdalur 7-21 - Breyting á deiliskipulagi (2016060380)
JeES arkitektar f.h. lóðarhafa óska eftir leyfi til deiliskipulagsbreytingar á lóðum við Leirdal 7-21. Með deiliskipulagsbreytingu þessari eru helstu breytingarnar þær að
byggingarreitur er lengdur um þrjá metra til vesturs og krafa um bílgeymslu breytt í opna hjóla- opna vagnageymslu. Hámarksbyggingarmagn helst óbreytt.
Bílastæðafjöldi á lóð helst óbreyttur þar sem verða 2 bílastæði með hverri íbúð.
Vísað til skipulagsfulltrúa.

43. Sólvallagata 32 - Bílskúr (2017090115)
Maciej Groblewski óskar eftir að breyta bílskúr í íbúð.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

44. Brekadalur 9 - Stækkun á byggingareit (2017090144)
Gunnar Adam Ingvarsson fyrir hönd 132 ehf. óskar eftir breikkun á byggingareit um 4m.
USK-ráð samþykkir allt að 2 metra breikkun byggingarreits þar sem fordæmi er um um slíkt í götunni.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. september 2017.