10.10.2017 00:00

202. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10.10.2017 kl. 17:00.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Margrét Sanders, Arnar Ingi Tryggvason, Þórður Karlsson.

Gestir: Sveinn Númi Vilhjálmsson bæjarverkfræðingur, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Víkurbraut 21 - 23 - Fyrirspurn vegna deiliskipulags (2017090121)
JeES arkitektar leggur inn fh. lóðarhafa, fyrirspurn vegna deiliskipulags Víkurbrautar 21-23. Höfundur kynnti deiliskipulags áform á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulagsfulltrúa samhliða breytingu á aðalskipulagi.

2. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr: 236 (2017020130)
Lagt fram.

3. Víðidalur 19 – Lóðarumsókn (2017010075)
Atlantic Best ehf. sækir um lóðina Víðidalur 19.
Úthlutun samþykkt með vísun í reglur um lóðaveitingar Reykjanesbæjar.

4. Flugvellir 18 - Lóðarumsókn (2017100048)
Hádalur ehf. sækir um lóðina Flugvellir 18.
Úthlutun samþykkt.

5. Víkingaheimar - Deiliskipulagsdrög (2017100049)
Kanon Arkitektar fh. lóðarhafa leggja inn deiliskipulagsdrög að Víkingaheimum.
Málinu eru vísað til skipulagsfulltrúa.

6. Aðalgata 60 og 62 - Deiliskipulag (20171000509)
Arkís arkitektar ehf. fh. lóðarhafa leggja inn Deiliskipulagstillögu fyrir Aðalgötu 60 og 62.
Samþykkt að auglýsa tillöguna.

7. Deiliskipulag við Bolafót (2017100058)
Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. leggur inn deiliskipulagstillögu fyrir Bolafót.
Frestað.

8. Leirdalur 7-21 – Deiliskipulagsbreyting
JeES arkitektar fh. lóðarhafa leggur inn deiliskipulagsbreytingu á Leirdal 7-21.
Samþykkt að senda í auglýsingu.

9. Hólagata 19 -23 - Deiliskipulag (2017040112)
M. Sævar Pétursson M.sc óskar eftir heimild til gerðar deiliskipulag fyrir Hólagötu 19 til 23.
Samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulagsfulltrúa.

10. Bjarkardalur 21-23,25-27,29-31 - Fjölgun íbúða - Fyrirspurn (2017100051)
Kristinn Ragnarsson arkitekt fh. lóðarhafa leggur inn fyrirspurn um fjölgun íbúða í Bjarkardal 21-23, 25-27 og 29-31. Sótt er um heimild til að breyta þremur tveggja hæða parhúsum í fjögurra íbúða fjölbýlishús. Fjöldi íbúða fari úr alls 6 í 12.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

11. Tjarnarbraut 10 - Fjölgun íbúða - Fyrirspurn (2017100052)
Kristinn Ragnarsson arkitekt fh. lóðarhafa leggur inn fyrirspurn um fjölgun íbúða á Tjarnabraut 10. Sótt er um fjölgun íbúða úr 10 í 16.
Frestað.

12. Mardalur 2-4 - Fjölgun íbúða - Fyrirspurn (2017100053)
Sæfaxi ehf. leggur inn fyrirspurn um heimild til að breyta tveggja hæða parhúsi í fjögurra íbúða fjölbýlishús.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

13. Brekadalur 57 - Stækkun á byggingareit (2017100054)
BT4 ehf. sækir um stækkun á byggingareit á Brekadal 57. Sótt er um að fá byggingareitinn stækkaðan um 2m til vesturs.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

14. Seljudalur 19 - Stækkun á byggingareit (2017100055)
K45 ehf. sækir um breytingu á byggingareit Seljudals 19.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

15. Klapparstígur - Botnlangi (2017100056)
Íbúar við Klapparstíg í Keflavík óska eftir að gatan verði botnlangi. Með tilkomu Bónus við Túngötu hefur umferð um götuna aukist en hús standa mjög nærri götu og einstefna er á stundum ekki virt.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu að gefinni jákvæðri umsögn slökkviliðs og lögreglu.

16. Hafnargata 91 - Stækkun (2017100062)
Garðar K. Vilhjálmsson hdl. sækir um breytingu á byggingareit að Hafnargötu 91. Gert er ráð fyrir þremur hæðum í stað tveggja til samræmis við hina bygginguna á reitnum. Efsta hæðin yrði inndregin á sama hátt og á hinni byggingunni. Þá er gert ráð fyrir aðgengi að baklóðinni á milli húsanna á lóðinni, sem hægt væri að nýta fyrir byggingar á lóðunum við Pósthússtræti. Aðkoma á lóð er um hringtorg Hafnargötu/Þjóðbraut.
Vísað til skipulagsfulltrúa.

17. Flugvellir 20 - Niðurstaða hlutkestis (2017090071)
Niðurstaða hlutkestis um lóðarumsókn Flugvellir 20.
Lóðin er úthlutuð Verkefni ehf.

18. Valhallarbraut 763-764 - Umsögn Skipulagsfulltrúa (2017100057)
Umsögn skipulagsfulltrúa. Munck Íslandi ehf. sækir um reisingu tveggja 750m2 svefnskála á tveimur hæðum, sem standi tímabundið í 3-5 ár við Valhallarbrautar 763-764.
Grein byggingareglugerðar nr. 6.11.8. Starfsmannabúðir fjallar um slík bráðabirgða húsnæði sem standa eiga í 4 mánuði eða lengur. Ekki er til deiliskipulag af umræddu svæði en stefnumótun er í vinnslu og slík mannvirki falla ekki að hugmyndum um nýtingu svæðisins. Það er töluverð þörf á að leysa bráðahúsnæðisvanda vegna fjölgunar þjónustustarfa við flugvöllinn en þá væri þetta fordæmisgefandi.
Skipulagsfulltrúi mælir því ekki með að erindið verði samþykkt að þessu leiti.
Varðandi skráningu eigna úr notkunarflokki 4 í flokk 3, gerir skipulagsfulltrúi ekki athugasemd við ef byggingin uppfyllir skilyrðin.
Umsögn skipulagsfulltrúa er samþykkt. Erindinu er hafnað.

19. Vallargata 14 - Niðurstaða grenndarkynningar (2017060139)
Gunnar M Másson , niðurstaða grenndarkynningar vegna Vallargötu 14.
Niðurstaða grenndarkynningar er að engin mótmæli bárust.
Samþykkt.

20. HS Veitur - Framkvæmdaleyfi (2017020162)
HS Veitur hf. sækja um framkvæmdaleyfi fyrir lögn jarðstrengs á Ásbrú. Grafa þarf skurðstæði fyrir 36kV jarðstreng 3x1x88m2 frá aðveitustöð HS Veitna sem nefnd er Riðbreytistöð (RID-A) á Ásbrúarsvæði að aðveitustöð Patterson við Vogshól 1.
Veitt er heimild til framkvæmda.

21. Tjarnarbraut 2-4 - Fyrirspurn (2017100067)
147 ehf. leggur inn fyrirspurn um heimild til að breyta skipulagi lóðanna Tjarnabraut 2-4 á þann hátt að þar verði byggð fjölbýlishús með minni íbúðir, 44-66 fm í bland, í stað þeirra bygginga sem samþykktar voru árið 2006. Áætlað er að samtals verði byggðar 60-70 íbúðir á lóðunum í þriggja hæða húsum. Jafnframt er óskað eftir því að færa byggingarreit 3 metrum innar á lóðina til að hægt verði að fjölga bílastæðum þannig að a.m.k. eitt stæði verði fyrir hverja íbúð. Húsin eru samkvæmt deiliskipulagi af gerðinni D1 með 14-15 íbúðum og D2 með 10-11 íbúðum. Alls 24-26 íbúðir í 2-3 hæða fjölbýlishúsum við lífæð. Gert er ráð fyrir 1,8 bílastæðum á íbúð í skipulagi með möguleika á innbyggðum bílageymslum fyrir allt að helming íbúða.
Skipulag kveður ekki á um stærðir íbúða en leyfilegt byggingamagn og fjöldi íbúða sem óskað er eftir leiðir af sér að allar íbúðir yrðu á bilinu 50-60m2.
Umhverfis- og skipulagsráð veitir ekki heimild til svo mikillar fjölgunar íbúða á lóð og byggingu fjölbýlishúsa af svo einsleitri íbúðagerð. Erindinu hafnað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. október 2017.