203. fundur

14.11.2017 00:00

203. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14.11.2017 kl. 17:00

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Margrét Sanders, Una María Unnarsdóttir, Þórður Karlsson.

Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr: 237 og 238 (2017020130)
Lagt fram.

2. Dalsbraut 1 - Lóðarumsókn (2017110136)
Capex consult ehf. sækir um lóðina Dalsbraut 1.
Úthlutun samþykkt.

3. Dalsbraut 2 - Lóðarumsókn (2017110137)
Capex consult ehf. sækir um lóðina Dalsbraut 2.
Úthlutun samþykkt.

4. Brimdalur 2,4,6 - Lóðarumsókn (2017110102)
Anný ehf. sækir um lóðina Brimdalur 2,4 og 6.
Úthlutun samþykkt.

5. Seljudalur 23 - Lóðarumsókn (2017110103)
Kristján Gestsson sækir um lóðina Seljudalur 23.
Úthlutun samþykkt.

6. Seljudalur 25 - Lóðarumsókn (2017110111)
Sigurður H Jónsson sækir um lóðina Seljudalur 25.
Úthlutun samþykkt.

7. Seljudalur 33 - Lóðarumsókn (2017110105)
Ólöf Sigurrós Gestsdóttir sækir um lóðina Seljudalur 33.
Úthlutun samþykkt.

8. Fitjar 3 - Lóðarumsókn (2017110106)
Tralli ehf. sækir um lóðina Fitjar 3.
Úthlutun samþykkt.

9. Vallarás 7 - Lóðarumsókn (2017050037)
Jóhann Kristján Arnarsson sækir um lóðina Vallarás 7.
Úthlutun samþykkt.

10. Völuás 6 - Lóðarumsókn (2017110138)
Vogaröst ehf. sækir um lóðina Völuás 6.
Úthlutun samþykkt.

11. Völuás 8 - Lóðarumsókn (2017110101)
Pípulagningarmeistarinn sækir um lóðina Völuás 8.
Úthlutun samþykkt.

12. Dalsbraut - Erindi um lækkun hámarkshraða (2017110124)
Erindi um lækkun á hámarkshraða við grunnskólann Dalsbraut 30km/klst.
Samþykkt er að lækka hámarkshraða á umræddu svæði. Bæjarverkfræðingur sjái um útfærslu þess.

13. Hafnargata 57 - Grenndarkynning - Athugasemd (2017090107)
Niðurstaða grenndarkynningar vegna Hafnargötu 57, athugasemdir nágranna. Nokkrar athugasemdir bárust vegna erindisins: Bílastæði eru teiknuð á lóð Austurgötu 26. Skuggavarp mælt eingöngu 20. júní er talið ófullnægjandi og mótmælt því að Austurgata er gerð að botnlanga.
Ábendingar eru réttmætar um villu í afstöðumynd varðandi lóðamörk. þó gert sé ráð fyrir fjölda bílastæða á lóðablaði Austurgötu 26 ,þá fylgja þau ekki Hafnargötu 57.
Gildandi lóðablað sýnir skýrt að Austurgata er botnlangi með göngutengingu á lóð Hafnargötu 57.
Einnig að eðlilegt er að erindinu hefði fylgt skuggavarp bæði við sumarsólstöður og jafndægur að vori/hausti.
Farið verður fram á að gert sé fullnægjandi skuggavarp og kynnt hlutaðeigandi. Bílastæðamál séu leyst í samráði við Skipulagsfulltrúa en erindinu frestað til afgreiðslu næsta fundar Umhverfis og skipulagsráðs.

14. Eyjavellir 11 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2017110113)
Jón Sigurðsson leggur inn fyrirspurn um viðbyggingu við bílskúr að Eyjavöllum 11.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

15. Stúdentagarðar (2017110117)
Keilir leggur inn fyrirspurn vegna Keilisgarða við Grænásbraut 913 um hvort heimilt sé að skipuleggja umrædda lóð fyrir stúdentagarða.
Lóðin er samkvæmt aðalskipulagi miðsvæði þar sem heimilt er að reka stúdentagarða. Samþykkt er heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við Skipulagsfulltrúa.

16. Kirkjuvegur 28 - Fyrirspurn (2017110042)
Húni Húnfjörð f.h. eiganda að Kirkjuvegi 28 leggur inn fyrirspurn um heimild til að byggja íbúðarhús á lóðinni.
Byggingar á lóð eru víkjandi í deiliskipulagi en samkvæmt skipulaginu er byggingarreitur á lóð fyrir nýbyggingu. Ráðið samþykkir að unnin sé nánari útfærsla hugmyndar í samræmi við deiliskipulag og hverfisvernd samkvæmt aðalskipulagi, í samráði við Skipulagsfulltrúa. Erindi frestað.

17. Klettatröð 8 - Breyting (2017110118)
Fjöl ehf. leggur inn fyrirspurn um heimild til að breyta skrifstofuhúsnæði að Klettatröð 8 í gistiheimili.
Klettatröð 8 er á athafnasvæði samkvæmt aðalskipulagi samþykktu af Skipulagsstofnun í júlí 2017. Gistirými eru ekki heimil á athafnasvæðum.
Margrét Sanders er á móti og vísar í afgreiðslu 144. fundar.

18. Mardalur 1-3 - Fyrirspurn um skipulagsbreytingu (2017110119)
Stefán Gíslason leggur inn fyrirspurn um breytingu á skipulagi lóðarinnar Mardalur 1 og 3.
Frestað til næsta fundar.

19. Pósthússtræti 5 - Erindi (2017110123)
Herjólfsgata 30 ehf. leggur inn erindi vegna Pósthússtrætis 5.
Erindið felur í sér að þó núverandi áformaðar breytingar frá gildandi deiliskipulagi séu hógværar þá eru talsverðar breytingar frá gildandi deiliskipulagi fyrir verkefnið í heild. Einnig hafa orðið töluverðar breytingar á fyrirkomulagi bygginga og aðkomu á samliggjandi lóð, Hafnargötu 91. Breyta þarf gildandi deiliskipulagi áður en ráðist verður í framkvæmdir vegna húsa við Pósthússtræti 7 og 9.

20. Hafnargata 44-46 - Tillaga af deiliskipulagi (2017110121)
Tækniþjónusta SÁ ehf. óskar heimildar til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 44 og 46.
Samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við Skipulagsfulltrúa.

21. Lóðir við Hringbraut og Sólvallagötu (2017110129)
Skipulagsfulltrúi óskar heimildar til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af lóðunum Hringbraut 130 og Sólvallagötu 42,44, 43 og Hringbraut 125.
Samþykkt heimild til að unnin sé deiliskipulagstillaga.

22. Víkurbraut 21 og 23 - Aðalskipulagsbreyting (2017090121)#
JeES arkitektar ehf. fyrirhönd lóðarhafa setur fram minniháttar breytingu á aðalskipulagi vegna Víkurbrautar 21 og 23.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa breytinguna. Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir að framkvæmdaraðili haldi opinn kynningar fund.

23. Víkurbraut 21 og 23 -Deiliskipulagsbreyting (2017090121)#
JeES arkitektar ehf. fyrir hönd lóðarhafa setur fram deiliskipulagstillögu vegna Víkurbrautar 21 og 23.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa tillöguna. Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir að framkvæmdaraðili haldi opinn kynningar fund.

24. Dalsbraut 3 og 5 - Deiliskipulagsbreyting (2017110122)#
KRark leggur fram deiliskipulagsbreytingu vegna Dalsbrautar 3 og 5.
Samþykkt er að auglýsa tillöguna.

25. Stapabraut 21 - Leiðrétt Deiliskipulag (2013060104)#
Stapabraut 21 leiðrétt deiliskipulag vegna athugasemdar Skipulagsstofnunar.
Breytingin er samþykkt.

26. Framnesvegur 11 - Tillaga af deiliskipulagi (2016010192)#
JeES arkitektar ehf. fyrir hönd lóðarhafa setur fram deiliskipulagstillögu Framnesveg 11.
Samþykkt er að auglýsa tillöguna. Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir að framkvæmdaraðili haldi opinn kynningar fund á auglýsingatíma.
Una María situr hjá undir þessum lið.

27. Brekadalur 57 - Fyrirspurn um breytingu á byggingareit.
BT4 ehf. sækir um stækkun á byggingareit á Brekadal 57. Sótt er um að fá byggingareitinn stækkaðan um 2m til vesturs.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

28. Mælaborð sviðsstjóra (2017020190)
Sviðsstjóri fór yfir mælaborð september 2017.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. nóvember 2017.