204. fundur

12.12.2017 00:00

204. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Duusgötu 2-8 þann 12.12.2017 kl. 17:00.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Margrét Sanders, Una María Unnarsdóttir og Þórður Karlsson

Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar Kr. Ottósson, skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr: 239 (2017020130)
Lagt fram.

2. Brekadalur 59 - Lóðarumsókn (2017120058)
Dalsuppgrip ehf. sækir um lóðina Brekadalur 59.
Úthlutun samþykkt.

3. Brekadalur 61 - Lóðarumsókn (2017120059)
Dalsuppgrip ehf. sækir um lóðina Brekadalur 61.
Úthlutun samþykkt.

4. Brekadalur 63 - Lóðarumsókn (2017120060)
Dalsuppgrip ehf. sækir um lóðina Brekadalur 63.
Úthlutun samþykkt.

5. Fitjaás 22 - Lóðarumsókn (2017120061)
Íslandshús ehf. sækir um lóðina Fitjaás 22.
Úthlutun samþykkt.

6. Deiliskipulagstillaga - Aðalgata 60 og 62 (2017100050)
Deiliskipulagstillaga: Aðalgata 60 og 62. Tillagan var auglýst til 6. desember en engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að senda til endanlegrar afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.

7. Deiliskipulagstillaga - Leirdalur 7-21 (2016060374)
Deiliskipulagstillaga: Leirdalur 7-21. Tillagan var auglýst til 6. desember en engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að senda til endanlegrar afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.

8. Mardalur 2-4 - Niðurstaða grenndarkynningar (2017100053)
Niðurstaða grenndarkynningar Mardalur 2 og 4. Athugasemdir bárust en lóðarhafi ákvað að draga erindið til baka og skila lóðinni.
Máli lokið.

9. Klapparstígur - Botnlangi - Niðurstaða (2017100056)
Erindi Skipulagsfulltrúa fyrir hönd íbúa um að Klapparstígur í Keflavík sé gerður að botnlanga. Engar athugasemdir bárust. Umsögn lögreglu og Brunavarna Suðurnesja var jákvæð.
Samþykkt að loka til reynslu.

10. Leirdalur 2-16 - Deiliskipulagsbreyting (2016120086)
Riss ehf. leggur inn fyrir hönd verkaupa, breytingu á deiliskipulagi Leirdals 2-16. Breytingin er á þegar breyttu deiliskipulagi dagsettu 4.4. þar sem parhúsum á tveimur hæðum var breytt í parhús á einni hæð. Breytingin sem nú er óskað eftir er að fjölga íbúðum og að parhúsin verði fjögur raðhús. Skipulagi lóða 20,22,24 og 26 var einnig breytt úr parhúsum í 4 raðhús en á tveimur hæðum.
Ráðið hafnar beiðni um breytt deiliskipulag.

11. Hafnargata 56 - Deiliskipulag (2017110139)
Bgb ferðaþjónusta ehf. leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Hafnargötu 56 og 56a. Tillagan snýr að uppbyggingu á reitnum með þriggja hæða byggingu sem snýr að Hafnargötu og teygir sig inn á baklóðina með 17 íbúðum og þjónusturými á jarðhæð sem snýr að Hafnargötu.
Málinu er frestað. Gera þarf betur grein fyrir bílastæðum og akstursleiðum.

12. HS Orka - Breyting á deiliskipulagi (2016010529)
HS Orka óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi og heimildar til að afla áritunar hagsmunaaðila í samræmi við 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt er heimild til að afla áritunar hagsmunaaðila í samræmi við 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
Jóhann Snorri Sigurbergsson víkur af fundi undir þessum lið.

13. Valhallarbraut 756-757 - Fyrirspurn (2017120068)
TF KEF ehf. leggur fram fyrirspurn um að fá að skipta upp/taka út hluta lóðar Valhallarbrautar 756-757, til byggingar starfsmanna íbúða á tveimur hæðum. Um er að ræða ca. 7.000m2 hluta lóðar sem afmörkuð er á teikningu. Stærðir íbúða væru 30 - 45m2. Svalainngangar og stigagangar væru utanhúss. Nýtingarhlutfall 0,42.
Ráðið tekur vel í erindið sem þarfnast þá nánari útfærslu.

14. Mardalur 1-3 - Fyrirspurn um skipulagsbreytingu (2017110119)
Stefán Gíslason leggur inn fyrirspurn um breytingu á skipulagi lóðarinnar Mardalur 1 og 3. Erindi hafði verið frestað á síðasta fundi.
Næsta nágrenni telst svo til fullbyggð samkvæmt óbreyttu deiliskipulagi. Breytingin samræmist ekki yfirbragði nærliggjandi húsa. Erindi hafnað.

15. Flettiskilti við Reykjanesbraut (2017120069)
Samkaup leggur inn fyrirspurn um uppsetningu flettiskiltis við Reykjanesbraut.
Skipulagsfulltrúa er veitt heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi þar sem markað er svæði og settir eru skilmálar varðandi auglýsingaskilti við Reykjanesbraut milli Grænás og Aðalgötu.
Eysteinn Eyjólfsson víkur af fundi undir þessum lið.

16. Dalsbraut 8 - Fyrirspurn um fjölgun íbúða (2017120071)
Eggert Guðmundsson leggur inn fyrirspurn um fjölgun íbúða við Dalsbraut 8. Í skipulagi er gert ráð fyrir 14-16 íbúðum og 1.8 stæðum per íbúð eða allt að 29 bílastæðum. Samkvæmt meðfylgjandi lóðarmynd getum við komið á lóð um 42 stæðum og mun það uppfylla bílastæðafjölda skv. skipulagi fyrir 22 íbúðir. skv. byggingareglugerð þarf um 29 stæði. Teikningar sem gerir ráð fyrir 22 íbúðum sem skiptist eftirfarandi: 2 stk. 4 herberja íbúðir, stærð um 101 m2, 5 stk. 3 herbergja, stærð um 85 m2 og 15 stk. 2 herbergja íbúðir, stærð um 70 m2. Óskað er leyfi til að víkja frá fjölda íbúða sem eru tilgreinda skipulagi á ofangreindum forsendum. Engar breytingar eru gerðar á byggingareit húss né öðrum skilmálum
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

17. Borgarvegur 5 - Breyting á bílskúr (2017120070)
Dagmar L. Hilmarsdóttir og Davíð A. Friðriksson óska eftir að breyta bílskúr að Borgarvegi 5 í íbúð.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

18. Klettatröð 8 og 10 - Breyting á aðalskipulagi (2017110118)
Glóra ehf. fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir að gerð verði breyting á landnotkun lóðanna Klettatröð 8 og Kletttröð 10 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Núverandi landnotkun samkvæmt aðalskipulagi Reykjanesbæjar er „Athafnasvæði“. Lóðarhafar fara þess á leit við Skipulagsfulltrúa að skilgreiningu fyrir landnotkun lóðanna verði breytt í „verslun og þjónustu“, enda er og hefur notkun þeirra mannvirkja sem á lóðunum standa í þeim flokki.
Samþykkt að heimila gerð breytingu á deiliskipulagi.

19. Brekadalur 9 - Stækkun á byggingareit (2017090144)
132 ehf. óskar eftir stækkun á byggingareit Brekadals 9.
Þegar hefur byggingarreitur verið breikkaður um 2m, þó gildir áfram að einstaka minniháttar byggingarhlutar s.s. þakskegg, svalir, skyggni og gluggafrágangur sem felur í sér útkrögun, mega skaga út fyrir bygginguna. Byggingarreiturinn var 10m á breidd, breikkaður upp í 12m og nú er farið fram að byggingarreiturinn verið 15 metra breiður. Engin haldbær rök eru fyrir þessari breytingu. Erindi hafnað.

20. Víkingaheimar - Lóðastækkun (2017100049)
Kanon arkitektar ehf. leggja inn fyrirspurn um Víkingabraut, lóðastækkun og breytingu á aðalskipulagi
Málinu er frestað.

21. Vitabraut 1 og 1a - Deiliskipulag (2017120074)
Háteigur fiskþurrkun ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi og heimildar til að afla áritunar hagsmunaaðila í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt er heimild til að afla áritunar hagsmunaaðila í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

22. Samantekt skipulags og byggingarmála (2017120088)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. desember 2017.