13.03.2018 00:00

208. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12.mars 2018 kl. 17:00.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Grétar Guðlaugsson, Margrét Ólöf A Sanders, Una María Unnarsdóttir, Þórður Karlsson

Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Sveinn Númi Vilhjálmsson bæjarverkfræðingur, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir, ritari

1. Hafnargata 22-24 - Kynning (201803082)
Jón Stefán Einarsson arkitekt kynnti byggingaráform. Gullhjarta ehf. sem er handhafi lóðanna óskar eftir heimild til þess að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við kynningargögn.

Samþykkt.

2. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr: 242 og 243 (20180020089)
Lagt fram.

3. Flugvellir 23 - Lóðarumsókn (2018020093)
ATH eignir ehf. sækja um lóðina Flugvellir 23 en mótumsækjandi þeirra Lotus Car Rental ehf. féll frá umsókn áður en til hlutkestis kom. (Sjá síðustu fundargerð).

Lóðaúthlutun samþykkt.

4. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2017030138)
Sigurður Helgi Jónsson sækir um lóðina Hamradalur 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

5. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2018030083)
Gréta Súsanna Fjellsted sækir um lóðina Hamradalur 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

6. Hólmbergsbraut 9 - Lóðarumsókn (2018030084)
S3 Fasteignafélag ehf. sækir um lóðina Hólmbergsbraut 9 undir iðnaðarhús.

Lóðaúthlutun samþykkt.

7. Hvalvík 14 - Lóðarumsókn (2018030085)
K16 ehf. sækir um lóðina Hvalvík 14 undir gagnaver.

Hafnað. Bent er á sérútbúið svæði fyrir gagnaver við Sjónar- og Vogshól, þar sem lausar eru lóðir.

8. Hvalvík 14 - Lóðarumsókn (2018030086)
Airport City ehf. sækir um lóðina Hvalvík 14 undir gagnaver, sjá meðfylgjandi greinagerð.

Hafnað. Bent er á sérútbúið svæði fyrir gagnaver við Sjónar- og Vogshól, þar sem lausar eru lóðir.

9. Selvík 23 - Lóðarumsókn (2018030087)
Airport City ehf. sækir um lóðina Selvík 23 undir gagnaver, sjá meðfylgjandi greinagerð.

Hafnað. Bent er á sérútbúið svæði fyrir gagnaver við Sjónar- og Vogshól, þar sem lausar eru lóðir.

10. Brimdalur 2-12 - Breyting á skipulagi (2018020129)
Anný ehf. óskar eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir lóðir Brimdalur 2,4,6,8,10 og 12. Í stað einbýlishúsa komi parhús.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

11. Erindi Húsanes ehf. (2018030099)
Húsanes Verktakar ehf. leggja fram bréf varðandi framgang mála við afgreiðslu deiliskipulaga við Framnesveg 9-11 og Víkurbraut 21-23.

Lagt fram.

12. Framnesvegur 9 - Umsókn um niðurrif (2016010192)
Vatnsnessteinn ehf. sækir um niðurrif á sundlaugarbyggingu og heitum pottum.

Frestað þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

13. Framnesvegur 9-11 - Deiliskipulag (2016010192)
Deiliskipulagstillaga, auglýsingatíma lokið. Erindi frestað á síðasta fundi.

Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag 2015-2030 en á þessu svæði er áætluð íbúðabyggð með 3-5 hæðum. Sundhöllin er ekki friðuð og samræmist ekki notkun svæðisins samkvæmt Aðalskipulagi Reykjanesbæjar allt frá árinu 2006.

Samþykkt að senda deiliskipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.

Eysteinn Eyjólfsson, Una María Unnarsdóttir og Þórður Karlsson.

Margrét Sanders og Grétar Guðlaugsson greiddu atkvæði á móti og bókuðu eftirfarandi;

„Með því að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna tekur bærinn verulega áhættu og gæti bakað sér skaðabótaskyldu. Teljum við okkur því ekki getað samþykkt breytinguna að sinni.“

14. Víkurbraut 21-23 - Aðalskipulagsbreyting (2017090121)
Erindi frestað frá síðasta fundi.

Frestað þar sem lögfræðilegri umfjöllun er ekki lokið vegna athugasemda landeigenda.

15. Víkurbraut 21-23 - Deiliskipulagsbreyting (2017090121)
Erindi frestað á síðasta fundi vegna andmæla. Bygging nyrst á skipulagssvæðinu hefur verið færð fjær hringtorgi og byggingarreitur styttur. Skilmála um 5m öryggissvæði við innkeyrslur og bílageymslu hefur verið bætt við. Fundað hefur verið með umferðarsérfræðingum og aðkoma Hafnargötumegin verður leyst utan skipulagssvæðis ásamt öðrum tengingum milli hringtorga við Víkurbraut og Þjóðbraut.

Frestað þar sem lögfræðilegri umfjöllun er ekki lokið vegna athugasemda landeigenda.

16. Garðavegur 13 - Fyrirspurn (2018030101)
Eyþór Andri Rúnarsson leggur inn fyrirspurn um að byggja hæð ofan á bílskúr og lengja hann meðfram húsinu um ca. 3,6m. Núverandi bílskúr og efri hæð yrðu íbúðir.

Áætlað byggingamagn og umfang viðbyggingar samræmist ekki nærliggjandi byggð og er erindinu hafnað.

17. Starfsmannaíbúðir - IGS (2018010162)
Lagt er til 2ja-3ja hæða bygging úr um 500 íbúðaeiningum á Fitjum milli Njarðarbrautar og Sjávargötu sjá meðfylgjandi tillögu.

Útfærsla byggingamassa er í engu samræmi við nálæga íbúðabyggð og er erindi hafnað.

18. Klettatröð 8 og 10 - Breyting á aðalskipulagi (2017110118)
Erindi var frestað á síðasta fundi, lagt fyrir aftur en með stærra svæði. Nýtt viðskipta og þjónustusvæði VÞ9 er skipulagt innan athafnasvæðis.

Samþykkt að auglýsa tillöguna.

19. Leirdalur 2-16 - Niðurstaða Grenndarkynningar (2016120086)
Athugasemdir bárust.

Samkvæmt þegar samþykktri breytingu á deiliskipulagi hefur ásýnd götunnar verið breytt með því að byggingar við Leirdal 2-16 eru á einni hæð. Þó íbúðir verði minni eða fjölgi hefur það ekki bein neikvæð áhrif á gæði bygginga. Bílastæðamál eru leyst innan lóðar. Erindi samþykkt.

20. Leirdalur 22-28 - Fyrirspurn (2017010077)
Krark ehf. leggur inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi svo bílskúrar verði val en ekki kvöð.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

21. Suðurvellir 16 - Fyrirspurn um stækkun (2018030102)
Davíð Páll Viðarsson leggur inn fyrirspurn um stækkun á íbúðarhúsinu Suðurvöllum 16.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

22. Vallargata 24 - Fyrirspurn um bílskýli (2018030105)
Jakob Ingi Jakobsson leggur inn fyrirspurn fyrir hönd eiganda Vallargötu 24 um að reisa bílskýli framan við bílskúr á lóðinni .

Uppdrættir meðfylgjandi umsókn eru ekki fullnægjandi til þess að hægt sé að meta hvort fullyrðingar um frágang og ásýnd standist. Erindi frestað.

23. Fitjar 1 - Vetnissala (2018030108)
Skeljungur leggur inn umsókn um uppsetningu aðstöðu til vetnissölu á lóð sinni Fitjar 1.

Erindið fellur að skilmálum deiliskipulags fyrir reitinn. Lýst er ánægju með þetta skref í umhverfismálum. Samþykkt.

24. Hafnargata 56 - Deiliskipulagstillaga (2017110139)
Bgb ferðaþjónusta ehf. leggur fram deiliskipulagstillöguna Hafnargata 56 og 56a. Frestað á síðasta fundi vegna aðkomu á lóð og bílastæðamála.

Athugasemdir bárust. Kvöð um akstur um lóð er útrunnin en unnið er að samráði við nágranna um lausn. Erindi frestað.

25. Borgarvegur 12 - Fyrirspurn (2018030111)
Breytingar fela í sér niðurrif á veggjum innanhúss, færslu á sameiginlegu inntaksrými beggja íbúða í áður ónýttu rými undir stiga fyrir 2. hæð. Uppsetningu á léttum svölum á suð-austur hlið hússins, samhliða uppsetningu svala verður sagað fyrir svalahurð.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

26. Hlíðahverfi - Drög að deiliskipulagi (2015100139)
GG bygg leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi.

Samþykkt að auglýsa tillöguna.

27. Skrúðgarðurinn - HM skjárinn 2018 (2018030120)
MONAS/Skjasport ehf. sækir um leyfi til uppsetningar á skjá til að bjóða Suðurnesjafólki aðstöðu til að koma saman til að horfa á leiki í Heimsmeistaramótinu í fótbolta.

Ráðið tekur vel í erindið. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

28. Víðidalur 15 - Fyrirspurn um stækkun (2018030116)
Guðmundur Jónsson leggur inn fyrirspurn um stækkun á byggingareit.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

29. Brekadalur 40-58 - Deiliskipulagsbreyting (2018030117)
Sæfaxi ehf. leggur inn fyrirspurn um að breyta tveggjahæða einbýlishúsum í tvíbýlishús á tveimurhæðum með lóðirnar Leirdalur 23-37 sem fyrirmynd.

Hafnað þar sem um hreina einbýlishúsagötu er að ræða, sjá svör við sambærilegum erindum frá því í maí og júní sl.

30. Breytingar á mannvirkjalögum til umsagnar (2018030015)
Breytingar á mannvirkjalögum til umsagnar.

Lagt fram.

31. Breytingar á svæðisskipulagi Suðurnesja (2017030458)
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja leggur fram breytingar á Svæðisskipulagi Suðurnesja. Markmið breytingatillagnanna er annars vegar að breyta afmörkun á vatnsverndarsvæði í Reykjanesbæ til samræmis við þörf og hins vegar að uppfæra gögn um flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar. Þess er hér með farið á leit við aðila sem eiga fulltrúa í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja að þeir veiti samþykki fyrir kynningu á meðfylgjandi lýsingu.

Samþykkt.

32. Hljóðvist við Sjónarhól (2018030119)
Sviðsstjóri fór yfir fyrstu hljóðmælingar. Brýnt er að fylgst verði með hljóðvist á svæðinu.

33. Aukin endurvinnsla - Minni plastnotkun (2017010081)
Umhverfis- og skipulagsráð telur mikilvægt að samhliða komandi upptöku grænnar tunnu fyrir íbúa bæjarins verði gert átak til aukinnar endurvinnslu og minnki notkunar á plasti.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. mars 2018.