10.04.2018 00:00

209. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10.4.2018 kl. 17:00.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Margrét Sanders, Arnar Ingi Tryggvason, Þórður Karlsson

Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr: 244 (2018020089)
Lagt fram.

2. Brekadalur 10 - Lóðarumsókn (2018040046)
K45 ehf. sækir um lóðina Brekadalur 10.

Úthlutun samþykkt.

3. Brekadalur 65 - Lóðarumsókn (2018040048)
Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir sækir um lóðina Brekadalur 65.

Úthlutun samþykkt.

4. Fuglavík 20 - Lóðarumsókn (2018040049)
S3 fasteignafélag ehf. sækir um lóðina Fuglavík 20.

Úthlutun samþykkt með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.

5. Hamradalur 3 - Niðurstaða hlutkestis (2017030138)
Tveir umsækjendur voru um lóðina en Sigurður H. Jónsson dró umsókn sína til baka.

Lóðin er úthlutuð Grétu Súsönnu Fjellsted.

6. Lindarbraut 639 - Fyrirspurn (2018040052)
Ásbrú íbúðir ehf. óska eftir breyttri notkun fasteigna við Lindarbraut 639.

Breytt notkun fellur að skilmálum aðalskipulags og er samþykkt.

7. Grænásbraut 603-607 - Uppskipting á lóð (2018040053)
Ásbrú íbúðir ehf. óska eftir uppskiptingu á lóð. Lóðin, sem á eru fjórar byggingar, skiptist í fjóra hluta en einn eigandi er að lóðinni.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

8. Flugvellir 27 - Fyrirspurn (2018040054)
N1 hf. óskar umsagna um mögulega aðkomu ökutækja að lóð Flugvellir 27 á tvo vegu, annars vegar frá Reykjanesbraut að lóð sem einstefna og hins vegar tenging lóðar við Aðalgötu í báðar áttir. N1 hf. er að skoða þann möguleika að setja upp sjálfsala á lóð.

Hafnað.

9. Bogatröð 10 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2018040055)
Algalíf Iceland ehf. er með fyrirspurn um að reisa byggingu yfir nýjan þurrkofn sem verður um 13m hár, en mesta mænishæð samkvæmt deiliskipulagi er 7m.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

10. Dalsbraut 1 og 2 - Breyting á deiliskipulagi (2018040056)
Fasteignafélagið Helgafell ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi minniháttar breytingu á deiliskipulagi. Íbúðum í húsum við Dalsbraut 1 verði fjölgað úr 22 í 27 og Dalsbraut 2 úr 19 í 24. Bílastæðakrafa verði lækkuð úr 1,8 í 1,6 stæði per íbúð en hluti íbúða verða einstaklingsíbúðir en aðrar stærri.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

11. Sjávargata 6 - Fyrirspurn um stækkun (2018040058)
Skipasmíðastöð Njarðvíkur óskar heimildar til að bæta við hæð ofan á spilhús við Sjávargötu 6. Hæðin yrði notuð sem gistirými fyrir starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

12. Hátún 26 - Breyting á bílskúr (2018040059)
Ólafur Sólmundsson og Helga Birkisdóttir óska eftir að breyta bílskúr á lóð sinni í íbúðarrými.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

13. Tjarnabraut 2 og 4 - Fyrirspurn (2017100067)
Lóðarhafi óskar eftir breytingu á deiliskipulagi og fjölga íbúðum úr 26 íbúðum í báðum húsum samtals í allt að 58 alls. Íbúðirnar verði 50-90m2 og bílastæði allt að 63. Bílastæða krafa fari úr 1,8 í 1.

Fjölgun íbúða samræmist ekki fordæmum, bílastæðakrafa hefur verið minnkuð í lágmark 1,6 stæði á íbúð þegar hátt hlutfall af litlum íbúðum eru á lóð. Erindi hafnað.

14. Seljudalur 40 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2016120075)
Yinqzi Shi og Lárus Valberg leggja inn fyrirspurn um byggingu sólstofu.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

15. Tjarnabraut 10 - Breyting á deiliskipulagi (2017100052)
Lóðarhafi óskar heimildar til breytingar á deiliskipulagi. Heimild til að auka við byggingamagn úr 1200m2 í 1350m2, nýtingarhlutfall hækki úr 0,51 í 0,57 og íbúðum verði fjölgað úr 10 í 16 og bílastæðakrafa lækki úr 1,8 í 1,6 á íbúð.

Breytingin samræmist byggðamynstri götunnar og lágmarks bílastæðakröfum. Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

16. Pósthússtræti 5 - 9 - Minniháttar breyting á aðalskipulagi (2018040062)
Fyrir hönd lóðarhafa óskar Teiknistofa arkitekta heimildar til auglýsingar á minniháttar breytingu á aðalskipulagi. Íbúðafjölda á reit verði aukinn úr 80 í 102.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa skipulagstillöguna.

17. Stapabraut 1 - Minniháttar breyting á aðalskipulagi (2018020144)
Minniháttar breyting á aðalskipulagi. Svæði AT3 er stækkað um 4200m2 og leyfilegt byggingamagn aukið fyrir svæðið úr 11.000m2 í 15.000m2

Ráðið veitir heimild til að auglýsa skipulagstillöguna.

18. Stapabraut 1 - Breyting á deiliskipulagi (2018020144)
Óskað er heimildar til auglýsingar á tillögu á deiliskipulagi. Lóð er stækkuð til suðurs þar sem gert verður ráð fyrir byggingareit fyrir nýtt iðnaðar- eða þjónushús. Á lóð er einnig gert ráð fyrir auglýsingaskilti sem snýr að Reykjanesbraut. Óskað er heimildar til að auglýsa tillögu að deiliskipulagi samhliða breytingu á aðalskipulagi.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa skipulagstillöguna.

19. Hafnargata 56 - Deiliskipulagstillaga (2017110139)
Bgb ferðaþjónusta ehf. leggur fram deiliskipulagstillöguna Hafnargata 56 og 56a. Frestað á síðasta fundi vegna aðkomu á lóð og mótmæla.

Tekið var tillit til athugasemda og skilmálum deiliskipulagsins breytt í samræmi við þær. Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

20. Fyrirspurn um lóð við Fitjar (2018040064)
K. Steinarsson óskar eftir lóð við Fitjar til rekstur bílasölu.

Hafnað. Samræmist ekki aðalskipulagi.

21. Deiliskipulag við Gunnuhver (2017030438)
Skipulagsfulltrúi Reykjanesbær og Grindavíkurbær óska heimildar til að auglýsa deiliskipulagstillöguna aftur vegna athugasemdar Skipulagsstofnunar.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu. Jóhann Snorri Sigurbergsson situr hjá undir þessum lið.

22. Deiliskipulagsbreyting - Reykjanesvirkjun (2016010529)
Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar óskar heimildar til að auglýsa deiliskipulagstillöguna aftur vegna athugasemdar Skipulagsstofnunar.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu. Jóhann Snorri Sigurbergsson situr hjá undir þessum lið.

23. Hafnavegur - Umsókn um framkvæmdarleyfi (2018020221)
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdar við Hafnarveg.

Veitt er heimild til framkvæmda.

24. Vesturbraut 6 - Fyrirspurn (2018040066)
JEES arkitektar fyrirhönd eigenda leggja inn fyrirspurn um breytingu á þakvirki.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

25. Stapabraut 15 - Lóðarumsókn (2018040106)
Ný-sprautun ehf. sækir um lóðina Stapabraut 15.

Lóðin er ekki laus til úthlutunar.

26. Furudalur 14-16 - Lóðarumsókn (2018040107)
Straumlína ehf. sækir um lóðina Fururdalur 14-16.

Úthlutun samþykkt.

27. Umhverfisátak (2018040075)
Fyrirtæki og íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til þess að huga að sína nánasta umhverfi.

28. Miðbær í sumarbúning (2018040076)
Umhverfissvið er að undirbúa Hafnargötu og nágrenni í sumarfötin.

29. Hæfi nefndarmanna USK-ráðs (2018040079)
Formaður fór yfir sveitarstjórnarlög, samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjanesbæ og minnisblað frá Garðari Garðarssyni hrl.

„Hæfi ráðsmanna í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar ræðst af 20. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 en í henni segir m.a. „Um hæfi sveitarstjórnarmanna, nefndarfulltrúa og starfsmanna sveitarfélaga til þátttöku í meðferð eða afgreiðslu mála þar sem á, eða til greina kemur, að taka stjórnvaldsákvörðun skv. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, gilda ákvæði stjórnsýslulaga sé ekki öðruvísi ákveðið í lögum þessum. Viðkomandi telst þó aðeins vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar, nema strangari regla sé sett í samþykkt um stjórn og fundarsköp.“

Ekki hafa verið settar strangari reglur um hæfi kjörinna fulltrúa í Reykjanesbæ því bæði Samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar nr. 1000/2015 og Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjanesbæ frá 7. október 2014 vísa í ofangreinda 20. gr. sveitarstjórnarlaga."

Eysteinn Eyjólfsson, Arnar Ingi Tryggvason, Þórður Karlsson

„Undirritaður viðurkennir fúslega að um störf sveitastjórnar og nefndir á hennar vegum gilda sveitastjórnarlög. Þó er það svo að þrátt fyrir ákvæði laganna er ljóst að önnur atriði en tiltekin eru þar geta haft áhrif á hæfi nefndarmanna. Mikilvægt er að störf nefndarinnar séu hafin yfir vafa og mikilvægt að nefndarmenn hafi það í huga við afgreiðslu mála. Að öðru leiti er bókun meirihlutans góðra gjalda verð.“

Jóhann Snorri Sigurbergsson

30. Ársskýrsla Umhverfissviðs 2017 (2018040105)
Sviðsstjóri lagði fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. apríl 2018.